Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 110
172
MENNTAMÁL
2. Deild til að annast uppeldislegar og sálfræðilegar undirstöðu-
rannsóknir.
3. Deild til að annast hæfnispróf af hverju tæi.
4. Deild til að annast uppeldislegar tilraunir.
5. Deild til að annast staðtölulega úrvinnslu.
Á fylgiskjölum er grein gerð fyrir verkefnum hverrar deildar, og
auðkennir það verkefnavalið sem allar tillögur um starfshætti stofn-
unar þessarar, að mjög er keppt eftir sem nánastri samvinnu allra
þeirra, er að uppeldismálum starfa, frá vöggustoíum talið til há-
skóla. Þannig hefur verið leitað til fulltrúa frá flestum tegundum
skóla og uppeldisstofnana og þeir spurðir um óskir og tillögur varð-
andi rannsóknarstörf í þágu uppeldis- og skólamála. Bar hvort tveggja
til, að æskilegt þótti að kynnast skoðunum sem flestra aðila um þessi
efni og tryggja þegar í upphafi náin tengsl vísindastarfsins við dag-
legt líf. Þetta virðist liafa tekizt. Óskalistinn er svo stór, að enginn
von er til þess, að unnt reynist að sinna nema litlum liluta hans næstu
árin. Óskirnar um rannsóknarefni hafa verið flokkaðar niður, svo að
sjá má, hversu mikið kemur í hlut hverrar rannsóknardeildar og einn-
ig, liverjar eru óskir einstakra aðila svo sem kennarasambandsins
danska, sambands gagnfræðaskólakennara, kennaraskólakennara, um
sjónarnefndar sálfræðilegra rannsókna, íþróttakennara, söngkennara
o. s. frv.
Viðfangsefnum 1. deildar er skipað í þrjá flokka:
a) Rannsóknir á almennu uppeldi og skólastarfi, alls 96 rannsókn-
arefni.
b) Rannsóknir varðandi afbrigðileg börn og uppeldi þeirra, alls
10 rannsóknarefni.
c) Endurteknar rannsóknir til að fylgjast með árangri af uppeldi
og kennslu, alls 13 rannsóknarefni.
Viðfangsefni 2. deildar er einnig skipt í 3 flokka:
a) Rannsóknir á almennu uppeldi og skólastarfi, alls 66 rannsókn-
arefni.
b) Rannsóknir varðandi nfbrigðileg börn og uppeldi þeirra, alls
24 rannsóknarefni.
c) Rannsóknarefni úr sögu uppeldismála, alls 13 rannsóknarefni.
Viðfangsefni 3. deildar eru alls talin 36.
Fjórðu deild eru ekki ætluð nein sérstök viðfangsefni til að byrja
með, heldur á hún að vera nokkurs konar tæki þriggja fyrstu cleilcl-
anna og taka við verkefnum frá þeim, er æskilegt þykir að kanna með
uppeldis- eða kennslufræðilegum tilraunum. Líku máli gegnir um
fimmtu deild að breyttu breytanda.
Öllum mun ljóst, að vandalítið er að benda á æskileg rannsóknar-