Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 76
138
MENNTAMÁL
um meira en helming. Enn fremur verður að sjá fyrir því,
að hægt verði að framkvæma sérfræðingavinnu í tann-
viðgerðum.
Námstími barna. Það liggur í hlutarins eðli, að ekki
verður með nokkrum röksemdaleiðslum nákvæmlega sagt
um, hversu lengi börn eiga að vera í skóla. Það fer mikið
eftir því, hversu mikil heimavinna barninu er ætluð. Jafn-
vel þótt hún sé þekkt, verður ákvörðunin að meira eða
minna leyti persónulegt mat. Þrátt fyrir það verður að
semja stundaskrá og taka þessa ákvörðun.
Mér finnst rökrétt, að sá mælikvarði, sem nota á, sé sá,
er fullorðnir menn leggja á sína eigin vinnu. Ber því
fyrst að athuga, hvaða vinnutími er ætlaður íslenzkum
andlegrar stéttar mönnum og þá fyrst og fremst kennur-
unum sjálfum. Fastur starfstími kennara er 36 kennslu-
stundir á viku. Nokkur tími fer í heimavinnu. Eftir þeim
upplýsingum, sem ég hef fengið, má gera ráð fyrir, að
meðalstarfstími kennara svari til 45 kennslustunda á viku.
Árið 1949 sömdum við skólalæknar í Reykjavík ásamt
borgarlækni greinargerð til fræðslumálastjóra, þar sem
við létum í ljós álit okkar á þessu máli. Ástæðan til þess,
að við fórum að skipta okkur af þessu, var sú, að okkur
fannst sumum aldursfokkunum vera íþyngt úr hófi fram
við námið. Kom það t. d. í Ijós, að 12 og 13 ára stúlkum
var gert að vera allt að því 41 kennslustund í skólanum á
viku. Við áætluðum, að heimavinnan færi upp í allt að
20 klukkustundir á viku, og mundi því námstiminn, ef
kennslustundin væri reiknuð sem klukkustund, sem rétt-
lætanlegt er, þar sem frímínúturnar verða að teljast sem
eðlileg hvíld í vinnunni, komast upp í um 60 stundir á
viku. Enn fremur verður að gera ráð fyrir, að sum af þess-
um börnum hafi önnur áhugamál en skólann.
Með hliðsjón af þeim mælikvarða, sem fullorðnir leggja
á sína vinnu, ættu allir að geta verið sammála um, að hér
sé of mikils krafizt.