Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 78
140
MENNTAMÁL
STEFÁN JÚLÍUSSON:
Skóli — barn — heimili.
Stefán Júlíusson yfirkennari við barnaskólann í Hafn-
arfirði hóf útgáfu á blaðinu Skólabarnið í nóv. s. 1. í ávarpi
til foreldra segir hann:
„I fyrravetur hvarflaði það oft að mér, að vel gæti það
orðið til nokkurs gagns fyrir skólastarfið að gefa öðru
hverju út smáblað, sem verða mætti eins konar tengiliður
milli skóla og heimila. Af þessu varð þó ekki í fyrra. Nú
vil ég ekki lengur láta undir höfuð leggjast að freista þess,
hvernig til tekst um þetta.
Svona blað hefur stundum áður verið sent heim til
foreldra frá þessum skóla. Þá hefur það verið fjölritað.
Prentað blað er hins vegar stórum aðgengilegra og
skemmtilegra, og því hef ég nú ráðizt í að fá blaðið
prentað.
Blaðið mun að sjálfsögðu ekki koma reglulega út, þar
sem hér er aðeins um tilraun að ræða. Samt er það von
mín, að Skólabarnið verði útrétt hönd frá skólanum til
heimilanna, frá kennurum til foreldra, en á góðu handtaki
þessara aðila byggist að verulegu leyti árangur af starfi
skólans."
Fjögur tölublöð hafa komið út, m. a. efnis er útvarps-
erindi Stefáns um lestrarnám og lestrarkunnáttu, sem
mörgum mun í fersku minni, þá eru greinar um heima-
nám barna, átthagafræði, skemmtanir barna o. fl.
Hér fer á eftir grein úr Skólabarninu, Skóli — barn —
heimili, og er hún gott dæmi um anda blaðsins:
„Þótt margt sé víða gert til að kynna foreldrum störf og
vinnubrögð í skólum, verður það samt ávallt barnið sjálft,