Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 64
126
MENNTAMÁL
safni er litlu lakari en hinna stærri skóla. Með nokkrum
rétti má segja, að bekkjarbókasafn sé engum ofviða. En
það krefst mikillar vinnu og reglusemi af hálfu kennar-
ans. En safnið þarf ekki mikið húsrými. í litlum skóla,
þar sem einsett er í stofu, þarf varla læsta hirzlu. Dreng-
irnir geta smíðað skápana í handavinnutímum. Lítið horn
í skólastofu eða í enda á gangi getur komið að notum.
Eins og fyrr getur, sér Bæjarbókasafn Reykjavíkur les-
stofum barnaskóla Reykjavíkur fyrir bókakosti. Nú munu
vera lestrarfélög í flestum sveitum landsins. Þótt bóka-
kostur margra þeirra sé af skornum skammti, er í söfn-
um þeirra efalaust margt bóka, sem er við hæfi í skólasafn.
Rétt væri því, að deild úr lestrarfélagssafninu fylgdi skól-
anum. Vinnst þá tvennt í einu: Börnin fá aukið lesefni
og læra að nota safnið.
Lestrarefni.
Nú kann einhver að segja, að skólatíminn sé svo stutt-
ur dag hvern, að engin stund sé til lestrar. Ég held, að slíkt
sé misskilningur. Börnin eru ekki jafnfljót með verkefnin,
og þau hraðari fá þá nokkrar mínútur við frjálsan lest-
ur. Getur það orðið hvatning til meiri afkasta, ef skemmti-
leg bók bíður að loknu verki. Hinu megum við heldur ekki
gleyma, er talað er um nauðsyn góðra kennsluáhalda, að
bókin er bezta kennslutækið. Ritað mál er förunautur okk-
ar ævilangt. Aldrei er því of miklum tíma varið til þess að
skapa heilbrigðar lesvenjur hjá börnum og unglingum.
Það er hlutverk skólanna. Þeir verða því að hafa fjöl-
breyttan bókakost. Heimilin eiga þar erfiðara um vik. Víða
eru dagblöð og vikurit, innlend og erlend, aðal lesefnið.
Sama er og á biðstofum, þó með þeim mun, að sums staðar
er minna af dagblöðum, en meira af þeirri tegund les-
efnis, sem er hrollvekjandi eða æsandi, svo sem glæpa- og