Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 94
156
MENNTAMÁL
urinn hefur falið stjórn atvinnumálanna, yfirstjórn skóla-
málanna og yfirstjórn iðnmenntunar að athuga málið í
sameiningu.
Norræn skólasamvinna jókst á árinu. Norræna menn-
ingarnefndin stakk upp á, að tilnefndir væru sérfræðingar
í nefnd til að fjalla um uppeldis- og sálfræðilegar rann-
sóknir og tilraunir. Danmörk, Finnland, Noregur og Sví-
þjóð hafa hvert fyrir sig tilnefnt 4 menn í nefndina, sbr.
síðasta hefti Menntamála, bls. 50—51. Einnig hefur, eftir
tillögu Norrænu menningarnefndarinnar, verið skipuð
norræn samvinnunefnd til að athuga ýmis kennslutæki.
DANMÖRIÍ.
Þar er verið að undirbúa breytingar á skólalöggjöfinni.
Þar hafa tvö sjónarmið aðallega komið fram um skyldu-
skólann, annars vegar um skiptan skóla, eins og nú er, í
barna- og miðskóla, hins vegar um óskiptan, próflausan
skóla, unz skólaskyldu lýkur við 14 ára aldur. Kennara-
samtökin í Danmörku hafa sýnt, að þau eru fylgjendur
hins skipta skóla, en margir einstaklingar og lýðháskóla-
menn eru ákafir talsmenn hins óskipta. Hafa hinir síðar-
nefndu sett fram skoðanir sínar í eftirfarandi atriðum:
1) Barnaskólinn á að vera óskiptur og próflaus til 14
ára aldurs. Af því leiðir, að ekki má styrkja af opinberu
fé skóla eða námskeið, sem búa nemendur á þeim aldri
undir próf.
2) Eftir barnaskólann kemur 3 ára verknámsskóli og
3 ára gagnfræðaskóli.
3) Frá hinum óskipta barnaskóla geta börn, sem vel
hafa fylgzt með í móðurmáls- og reikningskennslunni, far-
ið í 5 ára menntaskóla.
Menntamálaráðherra bauð fulltrúum hinna ýmsu skóla-