Menntamál


Menntamál - 01.06.1955, Page 20

Menntamál - 01.06.1955, Page 20
82 MENNTAMÁL því orðið sú, að bóknámsfyrirkomulagið hefir víða hald- izt um of. Ef til vill eiga fræðslulögin nokkura sök á því. í þeim er gert ráð fyrir skýrt afmörkuðum deildum, bók- námsdeildum og verknámsdeildum, en ekki millistigum. En ég held, að mér sé óhætt að fullyrða fyrir munn þeirra, sem frumvörpin sömdu, að þeir hafi ætlazt til, að fara mætti bil beggja, þar sem það hentaði betur aðstæðum. Og þannig hefir sá merki skólamaður, Þórarinn Þórarins- son skólastjóri á Eiðum, skilið þetta, er hann kom hinni nýju skipan á gagnfræðadeild síns skóla og á því hefir hann fengið staðfestingu menntamálaráðuneytis. Það er ekki andi fræðslulaganna að vilja hneppa skóla í fjötra lagabókstafs, heldur að gera þeim kleift að gegna sem bezt hlutverki sínu í þágu vaxandi kynslóðar. Upp- hafsgrein laga um fræðslu barna hljóðar svo: „Barnaskólar skulu leitast við að haga störfum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda sinna, hjálpa þeim að öðlast heilbrigð lífsviðhorf og hollar lífsvenjur, vera á verði um líkamshreysti þeirra og veita þeim tilsögn í lögskipuðum námsgreinum, hverjum eftir sínum þroska." 1 þessum anda álít ég, að eigi að túlka fræðslulögin. Að lokum tel ég ástæðu til að minna á tvo kafla í lögun- um um menntun kennara, sem lítt eða ekki hafa komið til framkvæmda. Það er II. kafli, sem fjallar um kennslu- stofnun í uppeldisvísindum við Háskóla íslands og III. kafli, um æfinga- og tilraunaskóla. Dálítið í átt við það, sem til er ætlazt í II. kafla, hefir verið upp tekið við há- skólann með kennslu í uppeldisfræðum til B. A.-prófs. Er það [til] nokkurra bóta. En æfingaskólinn er enn gap- andi eyða í íslenzkum uppeldismálum. Hugsaði milliþinga- nefndin sér þó, að hann yrði upphaf og orkugjafi flestra endurbóta á skólaháttum landsins. Og mér er til efs, að nefndin hefði verið jafndjörf í tillögum sínum, ef hún hefði vitað fyrir fram, að stofnun hans mundi dragast svo á langinn. Um hann fjallaði fyrsta frumvarpið, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.