Menntamál


Menntamál - 01.12.1955, Page 7

Menntamál - 01.12.1955, Page 7
MENNTAMÁL 189 hefur varðveitzt með eiginhendi Jónasar Hallgrímssonar og hefur verið ljósprentað ásamt fleiri kvæðum í Kaup- mannahöfn 1938. Þar sést m. a. lagfæring skáldsins á einu orði, sem hann hefur tvívegis breytt, þar til honum finnst það algerlega viðunandi. 1 fyrstu hefur hann ritað: Söngvarinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegarleysu í grænan dal að kveða kvæðin þín. En Jónas er óánægður. Hann skrifar fyrir ofan í lágan dal, og loks lagfærir hann enn og segir í sumardal, og verður þá ekki betur gert. Einnig getur það orðið nem- endum holl hugvekja að sjá í sömu ljósprentuðu útgáfunni hinar mörgu breytingar, sem Bjarni Thorarensen hefur gert á Sigrúnarljóðum, frægasta ástarkvæði á íslenzka tungu, og um leið skyggnast þeir inn í skáldasmiðjuna, þar sem málmurinn er í deiglunni. Ein af aðferðunum til að vekja áhuga nemenda á stíl- fræði er að bera saman tvo bókmenntakafla um sama efni. Samanburður á tveimur ritverkum skírskotar til mál- tilfinningar þeirra og leiðir oft í ljós ýmislegt, sem þeim var áður hulið. Mætti t. d. taka samanburð á frásögninni um Ólaf helga og bræður hans í Helgisögunni og sama kafla í Heimskringlu. Fer þá ekki hjá því, að nemendur finni muninn á tilþrifalítilli, hversdagslegri frásögn og hinum þóttmikla og áhrifaríka stíl Snorra. Með þeim samanburði finna þeir, hversu stuttar, laggóðar aðalsetn- ingar mega sín meira en aukasetningar, sem oft teygja frá- sögnina á langinn og „ræna“, ef svo mætti að orði komast, áhrifum aðalsetninganna. Með þeim samanburði finna þau einnig muninn á beinni ræðu og óbeinni og gildi þrenn- ingarinnar, þar sem bræðurnir eru aðeins tveir, Hálfdan og Haraldur í Helgisögunni, en þrír, Guttormur, Hálfdan og Haraldur, í frásögn Snorra, en við það skapast stígandi í frásögninni og um leið eftirvænting lesandans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.