Menntamál - 01.12.1955, Page 15
MENNTAMÁL
197
það losnar hann oftast við kvíðann og óvissuna, sem fylgir
því vandasama verki að semja ritgerð.
En kennarinn má aldrei binda nemandann um of við við-
fangsefnið. Þegar börn læra að lesa, verða þau fyrst að
nema hljóðtáknin, læra síðan að kveða að, unz þau hafa
náð lestrinum á sitt vald og þeim er hann eiginlegur. Sama
máli gegnir um efnisskipun í ritgerðum. í fyrstu ritgerð-
unum getur verið rétt, að kennari hjálpi nemendum til að
raða niður efninu og skipuleggja það, en smám saman verð-
ur hann að sleppa af þeim hendinni, unz fullum árangri er
náð, en hann er eingöngu fólginn í því, að efnisskipunin
verði nemendum eiginleg og ósjálfráð.
Við verðum líka að hafa það hugfast í ritgerðakennslu
sem annars staðar, að það er mjög takmarkað, hvað hægt
er að kenna nemendum í orðsins venjulegu merkingu, en
það er næstum ótakmarkað, hvað við getum leiðbeint
þeim til að gera.
Ég hygg, að ritgerðakennslan sé, eins og er, vanræktasti
þáttur móðurmálskennslunnar og margt standi þar til bóta,
sem við verðum sjálf að lagfæra. En ég tel, að ritgerða-
kennslan sé skemmtilegasti og jafnframt erfiðasti þáttur
móðurmálskennslunnar, og ég veit, að við megum ekki
spara okkur neitt erfiði né hlífa okkur við neinni fyrirhöfn,
ef við getum að einhverju leyti gert nemendur færari í orðs-
ins list, þeirri list, sem við Islendingar getum helzt stært
okkur af.
Fáeinar bœkur um þetla efni:
Larobok i uppsatskrivning eftir Otto Hagland og Erik Hagbarth.
Samning ritgerða (fjölritað) eftir Magnús Finnbogason, en hann
styðst að mestu við Norsk stillære i grunddrag eftir Ragnvald
Iversen.
Writers Guide and Index lo English eftir Porter G. Perrin.
Reading and Discrimination eftir Denys Thompson.
Essay Writing eftir George Taylor.
Rhetoric and English Cotnposition eftir Herbert J. C. Grierson.
The Reading and Writing of Ejiglish eftir E. G. Biaggini.