Menntamál - 01.12.1955, Síða 23
MENNTAMÁL
205
vinnu að raða hringunum þannig, að línurnar skerist sem
minnst og myndin verði sem gleggst.
Þegar þetta er komið í sæmilegt horf, er auðvelt og fróð-
legt að athuga, hverja börnin vilja eiga fyrir félaga og
hvernig þau skipast í hópa, samþýðast bekkjarsystkin
eða einangrast frá þeim.
Auðvitað eru vináttutengsl mjög breytingum háð, svo
að próf, sem gert er fyrri hluta vetrar, gefur e. t. v. allt
aðra niðurstöðu en það, sem gert er á útmánuðum. Af-
staðan getur jafnvel breytzt frá degi til dags, einkum í
yngstu deildum.
Nú má vera, að einhver hugsi sem svo, að próf eins og
þessi geti valdið óánægju og tortryggni innan bekkjarins.
Vil ég því geta þess, að kennararnir, sem framkvæmdu
þau próf, er hér um ræðir, töldu engrar óánægju hafa
orðið vart og börnin hefðu alls ekki verið með eftir-
grennslanir um það, hvern félaginn eða sessunauturinn
kaus. Prófið veitti kennurunum aðeins betri yfirsýn yfir
bekkinn og auðveldaði þeim að leysa úr vandamálum
innan hans.
Fjt>rvcr&ndi nr. (