Menntamál - 01.12.1955, Page 26
208
MENNTAMÁL
setti þá hljóða. Sögðu þeir, að þar hefðu þeir kynnzt
óvenju drenglunduðum, samvizkusömum og farsælum
skólamanni. Töldu þeir, að vandi yrði að fylla skarð það,
sem komið hefði við fráfall Guðmundar. Það er rétt. Fá-
um mun það ljósara en mér.
Ég kom alloft að sjúkrabeði Guðmundar. Allt fram á
síðustu stundu ræddum við áhugamál okkar, og miðlaði
hann mér af reynslu sinni í þeim efnum, bæði hérlendri
og erlendri. Þetta sýnir, hver áhugamál Guðmundur hafði
og að hann vildi miðla öðrum af þekkingu sinni og reynslu.
Þannig var hann líka sem kennari og skólastjóri. M. a. þess
vegna var Guðmundur "vinsæll bæði af samstarfsmönnum
sínum og nemendum.
Guðmundur Gíslason var fæddur að Ölfusvatni í Árnes-
sýslu 22. maí árið 1900. Hann ólst upp á Seltjarnarnesi við
Reykjavík. Kennaraprófi lauk hann frá Kennaraskóla ís-
lands vorið 1924 með góðri I. einkunn og 1924—1926 var
hann við framhaldsnám í Danmörku og Noregi.
Þegar heim kom gerðist Guðmundur kennari við mið-
bæjarskólann í Reykjavík og æfingadeild kennaraskólans,
en 1929—37 kenndi hann við héraðsskólann á Laugarvatni.
Haustið 1937 gerðist Guðmundur skólastjóri við Reykja-
skóla í Hrútafirði og gegndi þeirri stöðu þar til hann fékk
orlof til utanfarar.
Guðmundur var kvæntur Hlíf Böðvarsdóttur frá Laugar-
vatni. Þau eignuðust 4 börn, sem öll eru upp komin.
H. El.