Menntamál - 01.12.1955, Page 30
212
MENNTAMÁL
allrar þegnskaparlegrar skuldbindingar. Þessi fræði voru réttur og slétt-
ur munaður ungs manns, er taldi sig hvorki eiga brauð sitt undir
þeim né vera skylt að gera öðrum einhver reikningsskil þeirra En
þess var ekki kostur að stunda nám hjá próf. Iíroh án þess að skilja,
að fánýtt er vísindastarf án samfélagslegrar ábyrgðar, enda er kjarn-
inn í uppeldisfræði hans að efla mannúð með þvi að gera samneyti
manna mennskara (Humanitát durch Humanisierung der zwischen-
menschlichen Beziehungen). Mannúð hans stóðst líka vönn og ókalin
allan hrottaskap tveggja heimsstyrjalda. Marka má, hvers trausts próf.
Kroh naut af því, að hann átti að vera einn af 5 fyrirlesurum á 9. heims-
þingi New Education Fellowship i Utrecht í sumar en frá þinginu
er sagt á bls. 290. Hann var ekki aðeins frábær kennari, heldur einn-
ig hollvinur nemenda sinna og fús að leggja þeim lið í hverjum
vanda. Með honum er einn svipmesti sálfræðingur samtíðarinnar horf-
inn af leikvanginum.
O. KROH:
MEGINREGLUR UPPELDIS
Hér fara á eftir lauslega þýddir og endursagðir kaflar úr bókinni
Endurskoðun uppeldismálanna (Revision der Erziehung). Kroh telur
meginreglur (Prinzipien der Erziehung) alls uppeldis vera 7. Þessar
reglur taka til lífrœns uppeldis, hlutstœðs uppeldis, starfrœns upp-
eldis, félagslegs uppeldis, trúnaðar við mennskan uppruna, innileika
og lotningar. Hér birtast þættir um fyrstu, aðra og sjöundu regluna.
Br. J.
Lífrænt uppeldi.
Sú uppeldisfræði, er skoðar manninn í heild, en ekki
í brotum, í verðandi, en ekki stirðnun, kennir gerla, að
hann er í upphafi hvorki óskráð blað — tabula rasa —
né vélrænt tæki. Viðbrögð hans eru márkvís og stefna til
aðhæfingar og þroska. Á þroskabraut mannsins gerist