Menntamál


Menntamál - 01.12.1955, Side 34

Menntamál - 01.12.1955, Side 34
216 MENNTAMÁL tekur við af einföldu raunhyggjunni. Þá finnur barnið mjög til vaxandi þroska síns, líkamlegs sem andlegs, og berst mjög fyrir eigin sjálfræði, og þá er það mjög fúst til að fella allt í verði, sem krefur það um hlýðni eða býður því vald. Á þessu aldurskeiði er lotningin ungmennum til- tölulga ótöm. Helzt gætir hennar í sambandi við undrun þeirra, er þau kynnast staðreyndum, sem þau eiga engan mælikvarða á af persónulegri reynslu. Þetta kemur m. a. fram gagnvart stórmennum sögu og samtíðar, en ekki sízt á trúarsviðinu. Á gelguskeiðinu dýpka og magnast all- ar tilfinningar, en jafnframt kenna unglingarnir sárt til eigin veikleika, og fyrst á þessum aldri verða þeir færir um að reyna dýpstu lotningu. Þar sem unglingurinn er oft hjálparþurfi, getur lotningin beinzt að mönnum eða hugsjónum, og sér þess víða merki, bæði meðal drengja og telpna. Á þessum aldri tekur unglingurinn líka að gera greinarmun á hinum æðri verðmætum, hann skipar þeim í nokkurs konar verðmætastiga; því heilaga tekur hann með mestri lotningu. 1 uppeldi skiptir ræktun lotningarinnar sérstaklega miklu máli. Innsti og æðsti kjarni mannsins birtist í lotn- ingu hans, og hún verður líka nokkurt mótvægi gegn því afstæðismati, sem rýnandi skoðun á mönnum og atvikum í næsta umhverfi hlýtur að valda. Ef forða á mannin- um frá því að verða ofurseldur afstæðishyggjunni, þarfn- ast hann lotningarinnar. Ef við lítum svo á, að markmið uppeldisins sé mannúð í samlifí og viðskiptum, þá verður lotningin einnig að ná til annarra sviða. Ekki er til mannúð án lotningar fyrir því, sem lifir. Maðurinn einn allra lífvera veit einhver skil á lífinu, og fyrir þær sakir er honum líka falin ræktun þess og vernd. Leyndardómur lífsins ætti að vekja sjálfsvirð- ingu hvers manns og ábyrgðarvitund, þannig að hann kenni þess, að líf hans er einstætt og óafturkræft, enda þótt rýn- andi skoðun hans hljóti að eygja margan veikleika. 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.