Menntamál - 01.12.1955, Síða 50
232
MENNTAMÁL
um heyrnarprófunum á skólabörnum. Kemur í ljós all-
mikið af heyrnartruflunum við þessa rannsókn, sem ekki
finnst við hvíslpróf. Þótt heyrnartruflanir þessar hái ekki
barninu í bráðina, geta þær farið vaxandi og leitt til heyrn-
ardeyfu eða heyrnarleysis með aldrinum, ef ekki er að
gert. Mikinn hluta af þessum sjúkdómum mætti lækna,
ef þeir uppgötvuðust í tæka tíð. Um 30 börn er hægt að
prófa í einu með þessu tæki, og tekur það um hálfa
klukkustund.
Mér vitanlega eru ekki til neinar tölur um málhelti hér
á landi. Að vísu skrifum við skólalæknar í spjaldskrá okk-
ar, ef barn er málhalt, en þar sem engin talkennsla hef-
ur verið við skólana, er hætt við, að við höfum ekki ver-
ið á hnotskóg eftir málgöllum sem skyldi og því ekki öll
kurl komin til grafar. S. 1. vetur voru 12 börn talin mál-
hölt í Laugarnesskólanum eða tæplega 1%. Þau eru vafa-
laust miklu fleiri, ef vel er að gáð, því að þetta eru þau
börn ein, sem greinilegasta málgalla hafa. Skv. upplýsing-
um dr. Jerlang eru milli 6 og 7 % af barnaskólabörnum í
Kaupmannahöfn meira eða minna málhölt. Af þeim er
um 1 pro mill. holgóma, um 2,5% stama og um 3,5% hafa
aðra málgalla: kverkmæli, smámæli, o. fl. Lækningin við
þessu er stundum aðgerð, þ. e. a. s. hjá holgóma börnum
og hjá börnum með skakkar tennur, en þó aðallega tal-
kennsla.
f Kaupmannahöfn er sérstök stofnun fyrir talkennslu
og vinna þar 16 talkennarar. Þar að auki eru talkenn-
arar við ýmsa skóla í Kaupmannahöfn og annars staðar í
Danmörku. Þau börn, sem ekki eru meðfæri þessara tal-
kennara, eru send til stofnunarinnar.
Hér á landi hefur þessum málum ekki verið nægur
gaumur gefinn. Það eru miklar andlegar þjáningar, sem
mörg börn og fullorðnir hafa orðið að þola vegna mál-
helti sinnar, þjáningar, sem oft hefði mátt afstýra með
réttri meðferð á réttum tíma. Af skólanna hálfu hefur