Menntamál - 01.12.1955, Side 55
MENNTAMÁL
237
frá því, hver sé orsökin að framferði barnsins. Það eitt
er oft nægileg lækning, ef aðstandendur láta sér skiljast
og hegða sér eftir ráðleggingunum.
Ef þetta reynist ekki einhlítt, er börnunum komið fyrir
í sérstökum rannsóknarbekkjum. í þeim eru hafðir færri
nemendur en ella, venjulega 15 í bekk. Bekkjarkennarinn
hefur sérþekkingu í að umgangast vandræðabörn. Oft eru
þessir bekkir lengur í skólanum en aðrir bekkir, allt að 9
klukkustundum á dag. Minnstur tími fer í venjulega
kennslu, mestur í föndur og dund. Aðaláherzlan er lögð á
það, að börnin nái sér andlega. Til eru líka sérstakir heima-
vistarskólar fyrir þessi börn, og vinna þeir á svipuðum
grundvelli.
Hér í Reykjavík hefur dr. Matthías Jónasson starfað í
nokkur ár að skólasálfræði ásamt tveimur aðstoðarmönn-
um. Hingað til hafa þeir notað mestan tímann til að koma
sálfræðilegri rannsókn og gáfnaprófi í fastar skorður
fyrir íslenzka staðhætti.
Dr. Matthías hefur á undanförnum árum tekið á móti
skólabörnum í Reykjavík til sálfræðilegrar rannsóknar.
Af einhverjum ástæðum hefur þetta þó ekki orðið eins
mikið og skyldi. Það ætti að vera föst regla, ef barni geng-
ur áberandi illa við nám eða hegðar sér illa í skólanum, að
það sé sent til sálrannsóknar.
I námunda við bæinn rekur bærinn heimavistarskóla
fyrir 24 drengi á aldrinum 7—13 ára, sem af ýmsum ástæð-
um hefur þótt heppilegra að væru þar en í barnaskólum
hér í bænum.
Niðurlagsorð.
Læknisfræðin hefur á síðustu áratugum stefnt æ meira
að heilsugæzlu, andlegri og líkamlegri. Almenn heilsugæzla
er vart hugsanleg án heilsugæzlustarfsemi í skólunum.
Skólarnir eru sá eini vettvangur, þar sem hægt er að ná
til allra borgaranna á aldrinum 7—15 ára.