Menntamál - 01.12.1955, Page 72
254
MENNTAMÁL
AF INNLENDUM VETTVANGI
FUNDUR MENNTAMÁLARÁÐHERRA NORÐURLANDA.
Dagana 1. og 2. september s. 1. var 6. fundur mennta-
málaráðherra Norðurlanda háður í Reykjavík. Er það
í fyrsta sinn, sem slíkur fundur er háður á íslandi.
Fundinn sóttu menntamálaráðherrar Norðurlanda, Julius
Bomholt frá Danmörku, frú Kerttu Saalasti frá Finn-
landi, Birger Bergersen frá Noregi og Ivar Persson frá
Svíþjóð, en menntamálaráðherra Islands, Bjarni Bene-
diktsson, var veikur og gat ekki sótt fundinn. I stað hans
var Sigurður Nordal sendiherra í forsæti. Auk þessara
manna sóttu fundinn ýmsir forustumenn fræðslu- og
skólamála á Norðurlöndum.
Fundurinn hófst með því, að menntamálaráðherrarn-
ir fluttu yfirlitsskýrslur um helztu vandamál og viðfangs-
efni á sviði menningarmála hver frá sínu landi, en Sig-
urður Nordal las ræðu Bjarna Benediktssonar.
Broddi Jóhannesson flutti erindi um sérfræðingadeild
norrænu menningarnefndarinnar og vandamál í uppeldi
og skólum á Norðurlöndum. Að frumkvæði Dana var
gerð grein fyrir skólaskipun á hverju Norðurlandanna
fyrir sig, og gerðu ráðherrarnir það, nema Ólafur Björns-
son sagði frá skólaskipun á íslandi. Þá fluttu þeir Vil-
hjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri og dr. Þórður Eyjólfs-
son hæstaréttardómari erindi um lesefni unglinga. Julius
Bomholt flutti erindi um höfundarétt. Magnús Gíslason
námsstjóri flutti erindi um samnorrænt tímarit um menn-
ingarmál á Norðurlöndum og annað erindi um að gefa út
handbók eða fræðslurit á einhverju heimsmálanna um
fræðslumál á Norðurlöndum. Þá var erindi frá fundi nor-