Menntamál - 01.12.1955, Page 78
260
MENNTAMÁL
í lögum þessum er ákveðið lilutverk heilsuverndarstöðva, er
kaupstaðir og önnur sveitarfélög sjá sér hag í að reka og njóta þá
til þess styrks frá ríki, svo sem ákveðið er í lögum.
í lögum þessum eru tilgreindir iielztu þættir lieilsuverndar, en
bæjarfélögum í sjálfsvald sett, hverja þcirra þau taka sér fyrir
hendur að rækja. Aður voru aðalþættir í starfi íslenzkra heilsu-
verndarstöðva a) berklavarnir, b) mæðravernd, c) ungbarnavernd.
Nú hefur m. a. verið bætt við: Skólaeftirliti, gedvernd, og aðstoð
við fatlaða og vangefna.
c) Lög um breytingu á lögum nr. 29, 9. apr. 1947, um vernd barna
og ungmenna.
Lög þessi eru viðauki við eldri lög og mæla svo fyrir að hefja
skuli þegar undirbúning að stofnun og rekstri vistheimilis fyrir
stúlkur á glapstigum.
d) Lög um breytingu á framfeerslulögum nr. 80, 5. júní 1947, 15.
des. 1954.
Á 10. landsþingi kvenfélagasambands íslands var kosin milli-
þinganefnd til að vinna að því að lögtekið yrði ákvæði um, að at-
vinnurekendum sé heimilt eða eftir atvikum skylt að lialda eftir
ákveðnum hluta af lífvænlegu kaupi manna, er vanrækja frarn-
færsluskyldu sína, og afhenda til heimilis þeirra. Milliþinganefnd-
in vann að undirbúningi málsins, og var lagafrumvarp samið að
tilhlutan hennar. Með lögum þessum er sveitarstjórn eða lög-
reglustjóra heimilað, eftir beiðni frá þurfandi heimili óreiðusams
manns, að leggja fyrir vinnuveitanda eða kaupgreiðanda lians að
halda eftir allt að 34 af kaupi hans og afhenda þeim, er sveitar-
stjórn eða lögreglustjóri ákveður.
e) Lög um breytingar á almennum hegningarlögum, nr. 19, 12. febr.
1940, 22. apr. 1955.
28. júlí 1952 skipaði dómsmálaráðherra nefnd til að endurskoða
hin almennu hegningarlög, og samdi nefndin frumvarpið að lok-
inni endurskoðun á VI. kafla áður nefndra laga. Taldi ráðherra
rétt að leggja frumvarpið fyrir alþingi, þó að heildarendurskoðun
hinna almennu hegningarlaga væri ekki lokið.
Lög þessi fjalla um skilorðsbundna frestun ákœru og sliilorðs-
bundna dóma.
Með lögum þessum er heimild ráðherra til að fresta ákccru
rýmkuð til muna frá því, er áður var í lögum, og dómstólum heim-
ilað að velja á milli þess að fresta ákvörðun um refsingu og að
fresta fullnustu refsingar. Andi laganna cr að veita unglingum,
sem afbrot hafa framið, tækifæri til að hverfa af afbrotabraut og
verða nýtir þegnar. Kemur það m. a. fram í hækkuðu aldursmarki