Menntamál - 01.12.1955, Síða 89
MENNTAMÁL
271
KENNARAFUNDIR OG ÁLYKTANIR
ÁLYKTANIR
gerðar á uppelcLismálaþingi Sambands íslenzkra barnahennara og
Landssambands framhaldsskólakennara i Reykjavik 11.-14. júni 1955:
1. Þingið skorar á alþingi og ríkisstjórn að leysa húsnæðisvandamál
Kennaraskóla íslands tafarlaust.
2. Þingið telur óhjákvæmilegt, að gagnger endurskoðun á fram-
kvæmd Ríkisútgáfu námsbóka fari hið bráðasta fram og útgáfunni
sé tryggður fullnægjandi fjárhagsgrundvöllur til útgáfu kennslubóka
fyrir allt skyldunám barna- og unglingastigs.
3. Þingið skorar á yfirstjórn fræðslumála og stjórnir kennarasam-
takanna að hefjast nú þegar handa um að koma upp safni kennslu-
bóka, handbóka og kennslutækja, þar sem kennarar og kennaraskóla-
nemendur geti á hverjum tíma kynnt sér hið nýjasta í þessum efn-
um.
4. Þingið leggur ríka áherzlu á, að kvikmynda- og skuggamynda-
safn ríkisins verði aukið og bætt og sérstakt kapp verði lagt á að
afla íslenzkra mynda. Þá telur þingið, að forstaða safnsins og stjórn
eigi skilyrðislaust að vera í höndum reyndra skólamanna.
5. Þingið felur stjórnum sambandanna:
a) að vinna að því að aflað verði nýrra hentugra kennslutækja með
innflutningi og innlendri kennslutækjagerð.
b) að liefja hið fyrsta leiðbeiningarstarf urn gerð þeirra kennslu-
tækja, sem kennarar geta búið til sjálfir hver handa sér eða látið
nemendur sína gera.
6. Þingið skorar á stjórnir kennarasamtakanna að beita sér fyrir
árlegum námsskeiðum, og séu þá meðal annars fengnir erlendir kunn-
áttumenn til leiðbeininga. Þingið telur, að gera ætti kennurum skylt
að sækja slík námsskeið, enda teljist námsskeiðstiminn til starfstíma
þeirra.
7. Þingið telur, að sú alvarlega hætta vofi yfir, að hinir hæfustu
menn veljist ekki til kennslustarfa, nema undinn sé bráður bugur að
því að bæta launakjör kennara og aðbúð.
8. Þingið tjáir Jrakkir sínar þcim aðilum, sem komið hafa upp
og styrkt hina merkilegu og fróðlegu sýningu kennslutækja, og lætur
þá ósk í ljós, að slíkar sýningar verði framvegis haldnar svo oft sem
kostur er.