Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 106
288
MENNTAMÁL
AF ERLENDUM VETTVANGI
Gunnar Ragnarsson tók saman.
Júníhefti Sltole og samfunn 1955 flytur mikið af athyglisverðu efni
og skal sérstaklega bent á ritstjóragrein og grein um kennaramennt-
un við Teacher College, Columbia University eftir Bjarne Björndal.
Ritstjóragreinin fjallar um prófvandamálið og mat í skólum al-
mennt. Er látin í ljós sú skoðun, að hin hefðbundna prófaðferð, sem
eingöngu miðast við kunnáttu í bóklegum greinum, sé of þröng og
fullnægi ekki skipulagi og kröfum nútíma skóla. Er á það bent, að
þrátt fyrir breytingar þær, sem orðið hafa á námslilhögun í barna-
skólum, svo sem aukning starfræns náms, hafi hin hefðgróna prófað-
freð lialdizt að kalla óbreytt. Hér sé um að ræða misræmi milli aðferða
og markmiðs annars vegar og próftilhögunar hins vegar. Beri brýna
nauðsyn til að kippa þessu í lag hið bráðasta og koma prófum og mati
á skólum almennt (sérstaklega barnaskólum) á víðari grundvöll. Nauð-
synlegt sé að finna upp matsaðferð, er taki til allra þátta skólastarfs,
en takmarkist ekki við bóknámið.
Greinin um kennaramenntun við Teacher College í Columbia há-
skóla er stutt og greinargott yfirlit yfir námið þar. Er bent á kosti þá,
sem kennaramenntun þar hefur fram yfir menntun norskra kennara.
Eru þeir einkum í því fólgnir, að meiri áherzla er lögð á raunhæfa
menntun og starfsþjálfun.
Hefur allt námið (sérstaklega í uppeldis- og kennslufræði) það
markmið að samhæfa sem bezt fræðilegar kenningar og raunhæft
kennslustarf.
Er stefnt að því, að gera T. C. að uppeldislegum fagskóla, sem
stenzt þær kröfur, er nútíma skipulag á barnaskólum gerir um
kennaramennt.
Nýja Sjálancl.
Ódýrari skólabyggingar. — Menntamálaráðuneytið lætur atliuga
hvernig unnt er að gera skólabyggingar ódýrari, svo sem gert hefur
verið í Stróra-Bretlandi, þrátt fyrir verðhækkun á byggingarefni.
Ráðstafanir þessar varða ekki eingöngu betri hagnýtingu efnis, ný
efni og nýja tækni, heldur og skipulagningu, sem miðar að því að út-
rýma öllu ónotuðu rúmi í skólunum.