Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 107
MENNTAMÁL
289
Niðurlönd.
Iðnskólar. — Fyrsti iðnáms-dagskólinn átti að hefja starf í Eind-
hauen í september 1955. Deildirnar eru þessar: a) teiknideild fyrir
smáiðnað (málmhluti, tré, listvefnað, leir ,gler); b) auglýsingadeild
(auglýsingar, innpakkanir, ljósmyndun, útstillingar, skreyting, o. fl.);
c) teiknideild fyrir vefnað og aðrar skyldar iðngreinir. Einnig byrjar
í Utrecht í október 1955 skóli í hagnýtum listum, l’Academie Artibus,
með teikni- og auglýsingadeild, ásamt deild fyrir innanhússkreytingu
og húsgagnatilhögun. Námið tekur fimm ár og verður staðfest með
iðnprófi.
Börn fá afnot af listasafninu. — Almenningslistasafniö í Haag
skipuleggur fræðslusamkomur fyrir æskufólk, og er hinum ungu gest-
um leyft að bera fram spurningar rneðan á þeim stendur. Til þess að
gera þessar samkomur eins árangursríkar og unnt er, er leitazt við
að setja þær í samband við ákveðin viðfangsefni og ákveðin störf, er
framkvæma skal einstaklingslega eða í hóp. Börnin hafa fengið hús-
næði til umráða svo að þau geti gefið sig þar að sjálfvöldum verk-
efnum (málun, teiknun o. fl.).
Skóli og iðnaður. — Félag atvinnuveitenda i Haag hefur síðan 1953
gert ýmsar ráðstafanir til þess að komast í samband við nemendur i
efri bekkjum miðskólanna í fræðsluskyni. M. a. skipulagði það i lok
síðasta árs umræðufund um verkcfni nútíma fyrirtækja, og tóku þátt
í þeirn fjórir fulltrúar úr viðskiptalífinu og um 200 nemendur.
Bretland.
Fjölgun kennara i náttúruvisindum. — Meðal ályktana liáskóla-
jiings Stóra-Bretlands og Norður-írlands (London, des. 1954), sem m.
a. athugaði leiðir til að afla nægilega margra nýrra kennara í nátt-
úruvísindum, liefur nú verið samjjykkt, að verðandi kennarar í nátt-
úruvísindum skuli undanjjcgnir herþjónustu og eins árs námi í upp-
eldisfræði, sem annars er krafizt.
Námskeið í skólastjórn. — Námskeið í skólastjórn hafa nýlega sótt
í London sextán skólastjórar, karlar og konur frá ýmsum skólum.
Námskeiðið fjallaði um samband skólastjóra við fræðslumálastjórn,
skólanefndir og skólaráð, kennaralið, nemendur, foreldra og þjóð-
félagsheildina.
19