Menntamál - 01.08.1965, Page 4
MENNTAMÁL
114
an, sem lá utan við daglegt strit og fábreytni hversdagsleik-
ans, skemmtiíþrótt, sem gaf ímyndunaraflinu færi á að
byggja og skyggnast um glæstari sali og lifa æsilegri við-
burði en veruleikinn bjó yfir?
En bókfræðin voru aðeins vel séð og vel metin, meðan
þau stóðu mönnum ekki fyrir verki í lífsbaráttunni. Þar
voru mörkin dregin.
Þessi afstaða mótaðist ekki af menningarfjandskap, held-
ur raunhæfri lífsskoðun. Þar sem saman fóru takmörkuð
náttúrugæði og frumstæð verkmenning, varð lífsbaráttan
að hörðu, stundum tilgangslitlu striti. Hver, sem ekki gekk
að því allur og heill, var dæmdur til að farast. Bókvitið
varð ekki i askana látið, af því að andleg menning þjóðar-
innar stóð ekki i neinum hagnýtum tengslum við lífsbar-
áttu hennar d verklegum sviðum.
Gáfur og ímyndunarafl þjóðarinnar blómguðust í sér-
kennilegri, andlegri menningu, en skortur á hugkvæmni
til úrbóta í verklegum efnum var ]rví tilfinnnalegri. Það
má til dæmis furðulegt heita, að allt frá landnámstíð og
fram um 1840 voru ljáirnir bundnir í orfin með Ijábönd-
um (ólum), sem stöðugt vildu togna, svo ljáirnir losnuðu t.
Allan þennan tíma var orfið og Ijárinn þó mikilvægasta
atvinnutæki íslendinga. Og allan þennan tíma kunnu
menn til járnsmíða og smíðuðu meira að segja Ijái sína
sjálfir, án þess nokkrum hugkvæmdist að búa til einfald-
an hlut eins og orfhólkinn lil að ráða bót á þessum ágalla.
Til hvers er menntun?
Markmið menntunar ætti fyrst og fremst að vera það að
auka líkur hvers einstaklings fyrir því að lifa hamingju-
sömu lífi.
Hamingjan er öðru fremur háð samskiptum manna við
umhverfi sitt: Falla þeir inn í það saml'élag, sem þeir lifa í,
og hefur þetta samfélag aðlagazt náttúru þess lands, sem