Menntamál - 01.08.1965, Qupperneq 7
MENNTAMAL
117
Á 19. öldinni er lestrarkunnátta orðin mun almennari.
Prestarnir höfðu þar unnið þrekvirki, sem seint verður lull-
metið eða fullþakkað. En þótt obbinn af fólki væri þá
nokkurn veginn læs og margir vel, er ekki þar með sagt,
að almennt menntunarástand þjóðarinnar væri í góðu lagi.
Um það mætti leiða mörg vitni úr samtímaheimildum.
Sr. Þorkell Bjarnason segir svo í Tímariti hins ísl. bók-
menntafélags 1892: „Unr 1850 voru sk(>lar landsins aðeins
tveir, prestaskólinn, þá nýstofnaður, og latínuskólinn. Al-
menningur hugsaði þá lítið um menntun; hann ætlaði þá,
að hann ætti að vinna og sjá með því fyrir hinum líkam
legu þörfum þjóðarinnar, og þótti sjálfsagt, að lærðu menn-
irnir sæju fyrir hinum andlega forðamun. Flestir almúga
menn lærðu þá lítið annað en lærdómskver Balles og aðeins
hinir gáfaðri kverið allt eða snráa stílinn líka. Þetta var
nú mestmegnis hinn andlegi forðinn flestra, ásamt guðs-
orðabókum og predikunum presta. Að læra skrift og reikn-
ing þótti að vísu gott, en þó aðcins fyrir gáfaða karlmenn.
Kvenfólki og meðalgáfuðum drengjum þótti slíkt óþarft
og aðeins til tafar frá vinnunni. „Þú borðar það ekki,
drengur minn,“ var þá oftast viðkvæðið, ef unglingar fóru
að hnýsast í fróðleik eða fóru að leggja það í vana sinn að
lesa bækur, en öllu verra var þó, ef kvenfólk tr'ik upp á
slíkum óvanda. Þá var haldið, að betra væri að taka lykkju
;i vettlingnum eða prjóna sokkinn sinn en sitja við slíkt.“
I Héraðssögu Borgíirðinga lýsir Kristleilur Þorsteinsson
menntunarástandi í sínu heimabéraði þannig: „Innan
fermingaraldurs létu flestir sitja við það, að vel væri lærður
lestur og spurningakver. Fram til 1870 voru víst fá ferm-
ingarbörn skrilandi, svo heitið gæti. Eftir fermingaraldur
fóru flestir námfúsir piltar að hafa einhver ráð með að
draga til stafs — — — Fáar konur, þótt greindar væru, voru
skrifandi, þeirra sem fulltíða voru fyrir miðja öldina. Sá
andi ríkti meðal hinna eldri búmanna, að það yrði aldrei
starfi, sem konum gæfi arð, að skrila. Svo var það allt fram