Menntamál - 01.08.1965, Page 10
120
MENNTAMAL
íslendingar áttu eítir að læra lexíu, sem var þeim nýstár-
leg: Bókvitið verður í askana látið!
Arðbœr þekking.
Á árunum upp úr 1840 tóku íslendingar lítils háttar að
sækja sjó á þilskipum. Útgerð þessi hófst norðan og vestan
lands, en frá 1870 og frarn yfir aldamót færðist þilskipaút-
gerðin mjög í vöxt við Faxaflóa. fafnframt lagðist sjósókn
á opnum bátum víða að mestu niður.
Fn Islendingum var til lítils ,,að ætla sér að eignast
skip,“ ef „enginn kunni að sigla.“ hetta var ungum sjó-
manni Ijóst, sem alizt hafði upp við sjósókn á þilskipum og
gerðist brautryðjandi menntunar til handa íslenzkum skip-
stjórnarmönnum.
Markús Bjarnason lærði sjómennsku undir handarjaðri
frænda síns, sem var einn hinna fyrstu skútuskipstjóra. Um
tvítugsaldur varð Markús stýrimaður og brauzt þá í því að
læra reikningsreglur stýrimannafræði hjá sr. Firíki Briem.
og fór svo sjálfur að kenna ungum sjómönnum þau fræði.
Hann lauk fullnaðarprófi í stýrimannafræði í Kaupmanna-
höfn liðlega þrítugur og var um mörg ár skipstjóri á þil
skipum frá Reykjavík. Við stofnun stýrimannaskólans (um
1890) varð hann forstöðumaður skólans. í sinni fyrstu
skólasetningarræðu sagðist hann vænta þess, að með þess-
ari nytsömu skólastofnun væri fengin trygging fyrir því,
að þilskipaútvegur vor gæti þrilizt og borið þann ávöxt,
sem menn hefðu lengi þráð. Landið gæti þá fyrst átt von
verulegra framfara, er þilskipaútvegur væri kominn í rétt.
horf og öflugur orðinn og vér hefðum fengið nokkurt vald
yfir auðæfum sjávarins. En eftir þvi sem þekking skiþstjór-
anna ykist, yrði meiri arðs von af þilskipaútgerðmni.
IJm svipað lcyti og þessi tíðindi gerðust í sjávarútvcgi,
hleypir ungur bóndasonur heimdraganum úr átthögum
sínum og heldur til Skotlands. Erindi hatis var að læra ti!
jarðyrkju og kynnast nýjum búskaparháttum. f’cssi maður