Menntamál - 01.08.1965, Qupperneq 14
124
MENNTAMAL
var sú steina mörkuð, að skólarnir ættu fyrst og frernst að
veita þekkingu á afmörkuðum sviðum og tiltekna að magni,
en síður hirt um að rækta hæfileika til að brjóta viðfangs-
efni til mergjar með sjálfstæðum athugunum. hetta var
eðlilegt, miðað við jrjóðfélagsaðstæður. Vankunnátta og
fáfræði á ýmsum sviðum var svo almenn, að þörfin var
brýnust fyrir beina undirstöðuþekkingu. Kennslan varð
miðlun staðreynda, sem nemendur skyldu leitast við að
muna. Skólinn lagði námsefnið fremur fram í því formi,
að svona væri jretta eða hitt, heldur en að láta nemendur
leita svara við jrví, hvers vegna það væri svona. Til að
kenna með þeim hætti hefði líka þurft miklu meiri tíma, en
skólinn halði yfir að ráða, miðað við verkefnið, sem hon-
um var falið.
Þjóðfélag d breytingaskeiði.
Yfirgripsmiklar rannsóknir hafa um nokkurt árabil ver-
ið gerðar hjá mörgum þjóðum á sambandi milli bættrar
menntunar og aukins hagvaxtar. Hafa þær leitt til viður-
kenningar þess sjónarmiðs sem staðreyndar, að aukin
menntun sé ein höfuðundirstaða betri lífskjara.
Það væri forvitnilegt að vita svör við spurningunni um,
að hve miklu leyti hin stóraukna, almenna menntun, sem
sigldi í kjölfar fræðslulaganna frá 1907, átti beinan og
óbeinan þátt í efnahagsframförunum, sem hér hafa orðið í
tuttugustu öldinni. Þess eru vart mcirg dæmi, að þjóðfélag
hafi tekið slíkum stakkaskiptum sein hið íslen/ka á hálfrar
aldar skeiði frá upphafi heimsstyrjaldarinnar fyrri.
Mest af þeirri kunnáttu í verklegum efnum, sem Islend-
ingar bjuggu yfir fyrir finrmtíu árum, er nú orðið alger-
lega úrelt. Á Jretta jafnt við um báða höfuðatvinnuvegina,
landbúnað og sjávarútveg. Algeng orð yfir hluti og hug-
tcik, er snertu dagleg vinnubrögð til lands og sjávar, hverfa
úr málinu og skiljast vart lengur af nútímafóki. Mikill