Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL
125
hluti þeirra amboða og verkfæra, sem voru helztu tækin
til lífsbjargar, eru nú ekki annað en safngripir, og þeim fer
fjiilgandi, sem ekki vita til hvers eða hvernig þau voru not-
llð.
Þetta merkir í raun og veru það, að á síðustu fimmtíu
árunum hafa fslendingar að mestu orðið að tileinka sér
nýja verkmenningu, sem á litlar rætur í eldri tíma. Breyt-
ingarnar hafa orðið meira í ætt við byltingu en þróun.
íslenzka þjóðfélagið ber nú orðið glögg einkenni iðnað-
arþjóðfélags. Vélvæðing ryður sér til rúms í öllum atvinnu-
greinum, jafnframt því sem atvinnuvegir verða fjölbreytt-
ari og starfsgreinaskipting innan þeirra vex og afmarkast
skarpar. Vélvirkni á ýmsum stigum allt upp í sjálfvirkni,
sem sérmenntaða kunnáttumenn þarf til að byggja upp
og stjórna, mun hér eins og annars staðar í vaxandi mæli
leysa ósérhæft vinnuafl af hólmi. Á þessu er þegar tekið að
bera, einkum eftir heimsstyrjiildina síðari. Þcim verka-
mönnum fer fækkandi, sem taka laun eftir lægsta vinnu-
taxta. Fleiri og fleiri gegna störfum, er kreljast sérstakrar
þjálfunar, svo sem við stjórn véla o. s. frv. og taka hærri
laun skv. því.
Þótt atvinnuþróun síðustu áratuga hafi verið hraðfara,
munu komandi tímar samt búa yfir breytingum á þeim
sviðum, sem verða bæði stórfelldari og ganga enn þá örar
yfir. Hingað til hafa rnenn getað búið sig undir lífsstarf,
þ. e. lært í eitt skipti l'yrir öl 1 til starls, sem þeir síðan hafa
unnið alla sína starfsævi. í framtíðinni verður Jrví ekki
þann veg háttað. Breytileiki vinnubragða og tækni innan
flestra starfsgreina mun ganga svo ört yfir, að hver maður
verður oft á sinni starfsævi að afla sér nýrrar viðbótar-
menntunar, eins konar viðhaldsmenntunar í starli sínu, —
eigi hann að halda áfram að vera Jrar hlutgengur.
Rétt er að leggja á Jrað áherzlu, að Jretta á við um kenn-
aramenntunina flestu öðrn fremur. Jalnvel miðað við nú-
verandi aðstæður, hvað þá ókomnar, fer Jrví fjarri, að unnt