Menntamál - 01.08.1965, Side 19
MENNTAMÁL
129
með óvandaðri söluvöru skemmtanaprangsins. í því sam-
bandi er mikilsvert, að skólarnir glæði hæfileika til að
njóta bókmennta, lista, íþrótta og náttúruskoðunar og örvi
þann neista til skapandi starfs, sem flestir búa yfir á ein-
hverju sviði.
íslenzki skólinn getur ekki haldið dfram að vera ein-
ungis fraðslustofnun, eins og hann nú að mestu cr. Hans
biður mikið uppeldishlutverk i pjóðfélagi, sem nú stendur
andspœnis mörgum félagslegum vandamálum.
Skólinn i hreytilegu pjóðfélagi.
Skólinn er í eðli sínu venjubundin stofnnn. Það er því
ekkert undarlegt, þótt á ýmsu geti oltið um stöðu hans
innan þjóðfélags, sem á fáum áratugum hefur varpað fyrir
borð flestum gömlum hefðum og háttum.
Hinn kunni skóla- og uppeldisfneðingur, dr. Torsten
llusén, telur, að við þær aðstæður geti samband skóla og
þjóðfélags þróazt aðallega með fernum hætti:
1. Einangraði skólinn. Skólinn álítur markmið sín sígild
og að þeim verði aðeins náð eftir venjubundnum leiðum,
sem hann hefur sjállur markað. Hin hefðbundna mennt-
un er talin fela í sér sjálfsgildi, sem geri hana óháða
breytingum.
2. Tregðu-skólinn. Skólinn tregðast við, en kemst þó ekki
hjá að mótast smám saman að einhverju leyti af þjóð-
lífsbreytingum, oftast löngu eftir á. (Sbr. t. d. þróun skól-
anna í mörgum iðnaðarlöndum V.-F.vrópu).
‘I. Samhœfingarskólinn. Mest áherzla er lögð á að aðhæfa
skólann, svo sem unnt er, þjóðfélaginu á hverjum tíma,
að því er snertir félagslegar og atvinnulegar aðstæður.
1. Áeetlanaskólinn. Skólinn reynir eftir vísindalegum leið-
um að sjá fyrir félagslegar og atvinnulegar breytingar í
þjóðfélaginu, svo sem 20 ár fram í tímann, þ. e. til þess
tíma, er nemendur, sem eru að hefja nám, hafa lokið
því. í starfi sínu reynir skólinn þá að keppa að tveimur
9