Menntamál - 01.08.1965, Side 21
MENNTAMÁL
131
Sú endurskipulagning skólamála, sem nú fer fram víða
um heim og grundvallast á vísindalegu rannsóknastarfi,
miðar að því að gera samhæfingarskólann að veruleika við
þær aðstæður, sem fyrir hendi eru, en áætlanaskólann að
takmarki í næstu framtíð.
Hver er staða íslen/.ka skólans í þjóðfélaginu nú, miðað
við þessa greiningu?
Forsendur brestur ti! þess, að samhæfingarskólanum eða
áætlanaskólanum verði komið á, þar sem þeir byggjast á
félagslegum og uppeldislegum rannsóknum, sem ekki er
unnið að hér á landi. Eftir eru þá tregðuskólinn og ein-
angraði skólinn. Mörg einkenni þeirrar skipunar skóla-
rnála má sjá í skólum okkar, tregðuskólans á barnafræðslu-
stigi, senr síðar hneigist að sumu leyti meir í átt til liins
einangraða skóla, eftir Jrví sem ofar kemur á skólastigum.
Er kyrrstaðan hezta varðstaðan?
Því er oft fram haldið, að í menningar- og menntamálum
dugi okkur fastheldnin be/.t til varnar gegn lausung tímans.
Fornum siðum hæfi forn iðkun og á þann hátt einan búum
við Jreim lífvæna varðveizlu.
í skólamálum hefur varúðar verið gætt. Breytingar á
innviðum skólans síðustu hálfa öld hafa verið í lágmarki.
samanborið við umbyltingu Jress samfélags, sem hann átti
að þjóna.
Hefur þá kyrrstaðan að Jressu leyti orðið okkur árangurs-
rík varðstaða um þau menningarverðmæti, sem við teljum
íslenzkust og okkur helgust?
Sú spurning er yfirgripsmeiri en svo, að leita/.t verði við
að svara henni hér, heldur aðeins Iítillega að henni vikið.
A íslendingasögunum höfum við mest og bezt nært okk-
ar Jijóðarstolt. Það var ekki aðeins afrek að setja slíkar sögur
saman, hitt var jafn einstætt, að þær skyldu lifa í hjarta
Jajóðarinnar og liggja henni á tungu í hartnær þúsund ár.