Menntamál - 01.08.1965, Síða 24
134
MENNTAMAL
virðist til að endurskoða uppeldishlutverk skólanna einnig
að því er varðar menningu okkar og þjóðtrelsi.
Undirstöðurannsóknir í félags- og skólamálum.
Til þess að hægt sé að laga skólann að þjóðfélaginu, þarf
að vera fyrir hendi hlutlæg vitneskja, er leiði í ljós ýmsa mik-
ilsverða þætti í gerð samfélags og skóla. I linar félagslegu
rannsóknir eiga að skilgreina þjóðfélagið eins og það er og
leiða rök að andlegum og efnalegum þörfum þess. Með
skólarannsóknum er lagt hlutlægt mat á skólann, markmið
hans, leiðir og árangur. Að fengnum niðurstöðum nrá meta
fylgni eða frávik milli skóla og þjóðfélags í einstökum atrið-
um. Við slíka rannsókn geta komið í Ijós ekki aðeins ágallar
skólans, heldur einnig óæskileg félagsþróun í þjóðfélaginu,
sem vinna þarf gegn með uppeldisaðgerðum.
Þessar frumrannsóknir eru undirstaða þess, að hefjast
megi handa um að aðhæfa skólann þjóðfélaginu. Það starf
er ekki unnt að vinna í eitt skipti fyrir öll, heldur verður
skólarannsóknastofnun að hafa það með höndum að stað-
aldri. Athuganir, tilraunir og áætlanir, sem hún gerir, eru
undirstöður þeirra breytinga, sem gerðar verða á skipan
skólamála og kennslutilhögun.
íslenzki skólinn hefur ekki þróazt til samræmis við þjóð-
lífsbreytingar og uppfyllir ekki þarfir þjóðfélagsins eins og
þær nú eru. Af þessu leiðir, að við ráðum naumust lengur,
hvaða stefnu uppeldi pjóðarinnar tekur í framtiðinni. Við
erum þess einnig mjög varbúnir að leysa hinar efnahagslegu
þarfir lyrir sérmenntað fólk.
Engar rannsóknir liggja fyrir og engar áætlanir hafa verið
gerðar um menntaþarfir vegna atvinnuveganna. I’etta gerði
ekki svo mikið til, ef þjóðfélag okkar væri ennþá kyrrstætt
bændaþjóðfélag, en í tækni- og iðnvæddu þjóðfélagi ráðast
málin að þessu leyti ekki til lengdar af sjálfu sér. Að þvi
rekur, — og þess er raunar þegar tekið að gæta, — að fram-
boð fólks með menntun og kunnáttu fullnægir ekki eftir-