Menntamál - 01.08.1965, Page 26
136
MENNTAMÁL
hagnýta og kanna mismunandi leiðir með það fyrir augum
að sjá, hvað bezt samrýmist íslenzkum staðháttum. Rann-
sóknastofnunin vinnur að verkefni, sem er þess eðlis, að
störf hennar geta ekki borið verulegan ávcixt fyrr en eftir
10—20 ár. I>ess vegna er nauðsynlegt, að henni sé tryggð-
ur starfsgrundvöllur, sem sé óháður stundarbreytingum í
stjórnmálum. Rannsóknarstörf og pólitískar ákvarðanir séu
aðskilin.
Eftir að grundvallarathugun á þjóðfélaginu og mennta-
kerfinu liggur fyrir ásamt tillögum um ýmsar leiðir, sem
færar eru til æskilegra breytinga, hefur ríkisstjórn og lög-
gjafarvald lyrst raunhæfa aðstöðu til mats og ákvörðunar.
Hér skidu loks nefnd nokkur þeirra verkefna, sem leysa
þarf í sambandi við skólarannsóknir, en þau taka til fjár-
hags- og hagfræðilegra atriða jafnt sem uppeldis- og lélags-
legra. Ekki er stefnt að tæmandi upptalningu, heldur því
að gera Ijóst, hversu víðtækt verksviðið er.
I.
1. Áætlun um mannfjölda og aldursflokkaskiptingu þjóð-
arinnar 20—30 ár frarn í tímann. Mannfjöldi í einstök-
um skólahverfum.
2. Áætlun um þróun atvinnuveganna og skiptingu vinnu-
aflsins milli atvinnu- og starfsgreina og þjónustustarfa
20—30 ár fram í tímann.
3. Áætlun um menntunarkröíur í öllum þeim starfsgrein-
um, sem nauðsynlegar teljast þjóðarheildinni. Taka þarf
tillit til áframhaldandi iðnvæðingar og vaxandi krafna
um tæknikunnáttu.
4. Mannafla- og fjárfestingaráætlun í menntamálum. l lve
margra sérhæfðra einstaklinga þarfnast þjóðfélagið og
hvernig getur menntakerfið uppfyllt þarfirnar?
5. Skólastofnanir. Fjölgun almennra skóla og greining
þeirra í sérhæfðari stofnanir, eftir því sem ofar kemur