Menntamál - 01.08.1965, Qupperneq 29
MENNTAMAL
139
dugði til að þeirra efnalegu og menningarlegu framförum
væri borgið. Kn það tók þjóðina nokkra áratugi að gera sér
grein fyrir, að þetta átak var óhjákvæmilegt.
Einnig að þessu leyti eru aðstæður svipaðar nú. Mikið
skortir á, að almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar hafi
skili/.t, að skortur menntunar við h'aefi nútímaaðstæðna tefl-
ir áframhaldandi framförum í vaxandi tvísýnu. Einkurn er
þetta skilningsleýsi hcettulegt, af því að aðgerðir í mennta-
máluni eru seinvirkar, og þótt. hafizt vœri handa um umbæt-
ur nú þegar, verða þœr ekhi orðnar virkar i atvinnu- og
þjóðlifi fyrr en eftir um það bil tvo áralugi eða meir. Hvert
árið, sem við bætist í áframhaldandi skeytingarleysi um þessi
mál, eykur ennþá á þennan biðtíma. Hvernig mun st.öðn-
uðu menntakerfi okkar lánast að búa þjóðina undir að
mœta kröfum þeirrar þróunar, sem átt hefur sér stað að ein-
um eða tveimur áratugum liðnum?
Hér á landi skortir ekki aðeins rannsóknir í félags- og
skólamálum, heldureigum við á mörgum sviðum enga menn
með rnenntun eða reynslu til að lramkvæma þær. Alda-
mótamennirnir sendu dr. Guðmund Finnbogason utan til
að kynna sér menntakerfi annarra þjóða og notfæra sér þá
þekkingu við mótun hins íslenzka. Engar skipulagðar ráð-
stafanir ern nú gerðar til þess, að ungt menntaíólk læri og
þjálfist við menntarannsóknastofnanir, sem flestar menn-
ingarþjóðir, aðrar en íslendingar, hafa komið upp hjá sér.
Kynni af þeirri öru þróun í skólamálum, sem nú gerist
með öðrum þjóðum, eru þó frumskilyrði þess, að við getum
í framtíðinni haldið til jafns við þær í mennta- og rnenn-
ingarmálum. íslendingum er það ekki einhlítt til Irambúð-
ar að miða aðgerðir sínar í skólamálum við jafnvægi í byggð
landsins, þeir þurfa líka að hyggja að menningarlegu jafn-
vægi sjálfra sín í samfélagi þjóðanna.
íslenzki skólinn stendur nú á vegamótum, þar sem vel
mætti hugsa sér, að þessar Ijóðlínur úr vakningarkvæði
Jónasar stæðu letraðar á vegvísinn: