Menntamál - 01.08.1965, Page 33
MENNTAMÁL
J
143
ar, sagði m. a. frá viðbrögðum lians í æsku, þegar vinir hans
riðu um garð á leið í skóla, og vék að hugleiðingum skálds
ins á efri árum um áhrif þess á lífsferil sinn, að það fór í
mis við skólagöngu, og taldi það jafnvel lán sitt, þegar öllu
væri á botninn hvolft. Þá staðreynd, að Stephan G. varð
sannmenntaður mað-
ur í krafti þekkingar-
þorsta síns og vilja-
styrks, en í trássi við
kröpp kjör og „lær-
dómsleysi," kvað ráð-
herra umhugsunar-
efni skólamönnum og
dró af henni þá álykt-
un, að því aðeins sé
skólamím þroskavæn-
legt, að það verði
grundvöllur sjálfs-
menntunar. „Nú á
tímum eru allir sam-
inála um nauðsyn
skóla og mikilvægi
þeirra," mælti ráð-
herra. „N útímaþjóð-
félag fengi ekki stað-
Gylfi Þ. Gislason izt án víðtæks skóla-
kerfis. Og framfarir
eru í vaxandi mæli háðar því, að skólakerfið sé eflt og
bætt í sífellu. En við þurlum að gera okkur gleggri grein
fyrir því en við gerum, hvert við eigum að stefna. Skól-
inn á ekki að vera hlutlaust lijól í þjóðfélagsvélinni.
Hann á ekki aðeins að auka verkkunnáttu og bæta starls-
hæfni, ekki aðeins að stuðla að auknum Iramförmn og
bættum efnahag. Hann á fyrst og fremst að stuðla að mann-
bótum. Þá fylgir allt lútt í kjölfarið. Hann á fyrst og fremst