Menntamál - 01.08.1965, Page 38
148
MENNTAMÁI.
skyldunámsskólum, og í kjölfar þess fylgdn 5 yfirlitserindi
nrn nýjustu breytingar á skólakerfum Norðurlandanna. Að
þessu loknu þágu rnótsgestir rausnarlegar kaffiveitingar
Reykjavíkurborgar í skólunum við Melatorg.
Fyrst á dagskránni 2. dag mótsins var erindi Gro-Nielsens,
kennaraskólastjóra frá Danmörku, um breytingu á myndug-
leikaaðstöðu kennarans, þar næst flutti Jonas Orring,
fræðslumálastjóri lrá Svíþjóð, erindi um skólann og grein-
ingu námsbrauta.
Nú kom að Jrví, að ýmsir mundu hafa kosið að geta skipt
sér í tvennt, þar sem boðið var upp á hringborðsumræður á
tveim stöðum samtímis um mjög forvitnileg efni: í sam-
komusal háskólans stýrði Martin Widén, formaður Sveriges
I.ararförbund, umræðum um skólann og greiningu náms-
brauta, og í Hagaskóla var ljallað um menntunarleiðir
kennara við skyldunámsskóla undir stjórn Einars Ness lekt-
ors frá Noregi. Fimm fulltrúar, einn frá hverju Norðurland-
anna ræddust við á hvorum stað.
Að liádegisverði loknum flutti Magnús Gíslason náms-
stjóri erindi um kvöldvökuna og hlutdeild hennar í íslenzku
þjóðaruppeldi. í eðlilegu framhaldi af hinu ágæta erindi
Magnúsar, sem erlendu gestirnir hlýddu á með andakt, var
frábærlega vel lukkað islenzkt menningarkvöld. Það hófst
með Javí, að Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri rabbaði í
léttum tón og með hæfilegu stolti um islenzka nútímamenn-
ingu. Þá kom Sigurður Björnsson óperusöngvari og söng
með miklum glæsibrag nokkur íslenzk lög við undirleik
Ólafs Vignis Albertssonar. Næst birtust á sviðinu 4 kennslu-
konur í marglitum þjóðbúningum, sín frá hverju Norður-
landanna og lásu íslenzkan skáldskap, þýddan á Jaeirra þjóð-
tungur, látlaust og fallega. Gísli Magnússon píanóleikari lék
Jæssu næst 3 íslenzk píanóverk af lágaðri tækni. Stjarna
kvöldsins var Gerður Hjörleifsdóttir kennari (og leikkona),
sem birtist nú í gullfallegum íslenzkum skautbúningi og
lagði samkomugesti að fótum sér með hrífandi framgöngu