Menntamál - 01.08.1965, Page 41
MENNTAMAL
151
mannanna skulu hér tilfærð nokkur orð úr ræðu Norð-
mannsins Gorgus Corvard: Mötct har vært en oplevelse vi
altid vil hevare som en av de store i livet. Det har gitt oss
kunnskaper og impulser, faglig innsikt og de verdier sam-
været med kolleger Ira de pvrige nordiske lande gir. Men
enda sterkere har vi opplevd den hjertevarme som har strpm-
met mot oss fra vi satte foten pá Islands jord. Vi har fátt et
innblik i islandsk kulturliv sonr har grepet og imponeret oss.
Að lokum talaði varaformaður íslen/.ku mótsnefndar-
innar, Jónas R. Jónsson Iræðslustjóri. Hann flutti ræðu-
mönnum, staffsfólki og þátttakendum þakkir, fór síðan
nokkrum orðum um gagnsemi mótsins og beindi loks at-
hygli fundarmanna að stórfengleik umhverfisins.
Við okkur blasir vatnið, djúpt og voldugt, sagði fræðslu-
stjóri, uppsprettur þess eru duldar í iðrum hraunsins. í
krafti mannlegrar snilli breytum við hinu villta afli þessa
vatns í Ijós og yl handa íslenzkum heimilum. Sú er ósk mín,
á þessari skilnaðarstundu, að í starli okkar megum við öll
leitast við að breyta hinum ólgandi kralti lífsins í þekking-
arljós og kærleiksyl í hugum æskunnar.
Og með þessum orðum lauk fyrsta norræna skólamótinu,
sem haldið hefur verið ;í Islandi.
Tack ska du ha, seg-
ir Jonas Orring,
I reeðsl umálasl jó ri
Svia (I. Ii. við Magn-
ús Gislason náms-
stjóra, rilara móts-
nefndarinnar, að
loknum mótsslitum
að Lögbergi.
(Foto: Skolnytt)