Menntamál - 01.08.1965, Side 47
MENNTAMÁL
157
á þessu sviði er að kenna börnunnm að skilja talmálið og
tala.
Tvö fyrstu skólaárin eru eius konar undirbúningstími.
Markmið kennslunnar er fyrst að efla málþroskann, en
jafnframt hefst lestrarketmslan, þegar fært þykir. í þriðja
lagi hefst undirbúningur að notkun ritmáls.
Frásögn kennarans og upplestur er á þessu stigi einkar
vel til fallinn að kenna bcirnunum málið, glæða máltil-
finninguna, auðga hugarheim þeirra og ímyndunarafl. Þetta
hvort tveggja verður um leið æfing í að hlusta al' athygli.
Upplestur kennarans er mikilvægur undirbúningur lestr-
arnámsins; börnin skilja, Iivers virði þeim verður það sjálf-
um að kunna að lesa, og þau læra að þekkja fjcilda orða og
orðasambanda, sem heyra ritmálinu til, en tíðkast ekki eða
síður í talmálinu. Kennurum ber að líta á upplesturinn
sem veigamikinn þátt í hinu málfarslega uppeldi, en ckki
einungis sem skemmtun.
Jafnframt þessum æfingum, sem miða að því að kenna
börnunum að skilja málið, hefjast talæfingar, sem venja
þau við að nota það. Hér skiptir öllu máli, að börnin verði
virkir þátttakendur, eltir því sem kringumstæður leyfa.
Þessar æfingar eru aðallega í samtalsformi, og hentast er
talið að velja umræðuefnin úr nánasta umhverfi barnanna.
Þetta er því jafnframt kennsla í átthagafræði. Ræða má
um skólahúsið og gerð þess, umhverfi skólans og leiðir
þangað, lerðir barnanna og umferðarreglur. Smám saman
beinist athyglin að fjarlægari efnum og huglægari, svo sem
merkisstöðum í nágrenninu, árstíðum, hátíðum, tímatal-
inu, veðurfari, náttúrunni, ræktun lands, lífi dýranna, ein-
fcildum heilbrigðisreglum og inörgu fleira. Athugunarefn-
in eru margvísleg og hægt að nálgast þau með ýmsum hætti;
sumt geta börnin lagt til sjálf, t. d. ýmsa smáhluti og mynd-
ir. Þá gefa frásagnir kennarans og upplestur oft tilefni
til samtals í kennslustundum, ennfremur leikir barnanna,
og má jal'nvel haga þeim með þetta í huga. Síðast en ekki