Menntamál - 01.08.1965, Qupperneq 52
MENNTAMÁL
162
lestrar. í báðnm tilvikum verður kennarinn að leiðbeina
og vísa til vegar. Þessi kennsla getur því varla farið vel úr
hendi, nema kennarinn sé bókhneigður.
Raddlestur. Eins og getið var hér að framan, á upplest-
ur kennarans fyrir börnin að vera fastur liður í starli Iians,
einkum þó á fyrstu skólaárum barnanna. í upphafi eykur
þetta lijngun barnanna til að læra sjálf að lesa, auk þess
sem kennarinn verður börnunum nærtæk og eðlileg fyrir-
mynd um góðan lestur. Þarna eiga þau að fá tækifæri til
að hlýða á góðan framburð, smekklega raddbeitingu og
hæfilega hraðan lestur. Persóntdegra áhrifa kennarans gæt-
ir að vonum mest, meðan bcirnin eru ung, en síðar meir
verður hann þeim ónóg fyrirmynd, enda er ekki að því
stefnt, að þau læri að herma eftir honum, heldur finna
sitt eigið lestrarlag og lesa samkvæmt eigin skilningi og
innlifun. Framhaldsþjálfunin á af þessum sökum að bein-
ast að nokkrum grundvallaratriðum: æskilegum fram-
burði, áherzlum, hljómfalli og þögnum.
Um framburðinn verður fjallað síðar, og skal því vikið
að næsta atriði, áherzlunum. Greina má milli tvenns konar
áherzlna. Annars vegar eru mismunandi áherzlur atkvæða
í orðum, hins vegar misjafn þungi einstakra orða í hverri
setningu eða málsgrein. Um orðaáher/.luna gildir föst
regla í íslenzku, eins og kunnugt er: Aðaláherzlan er á
fyrsta atkvæði. Raunar er lítil hætta á, að þessi áherzla
llytjist ylir á önnur atkvæði, en hitt ber oft við, að hún
verði lítil, eða hverfi að mestu, svo að atkvæðin verða næst-
um jöfn að þunga. Þetta gerir málið flatneskjulegt og
framsetninguna daufa og sviplitla.
IJm áherzluorð í setningu eða málsgrein gilda að sjálf-
sögðu engar fastar reglur. Áherzlan er skilningsatriði.
Hver setning hefur einhverja þungamiðju með tilliti til
hugsunar, sem leiða má í Ijós með auknum raddstyrk, og
það gera menn bæði sjálfrátt og ósjálfrátt í daglegu tali,
en þetta vill fatast í lestri, því að mönnum láist að gera