Menntamál - 01.08.1965, Qupperneq 53
MENNTAMÁL
163
orÖ textans að sínnm ovðum. „Tekið liefi ég hvolpa tvo,“
sagði Skarphéðinn. „Heimskur maður ertu,“ sagði Gunnar.
„Hér kem ég,“ sagði Hans klaufi. Nú er vorið að koma.
Vissulega eru áher/lur margvíslegar og mikill vandi að
beita þeim, svo að vel fari. F.n oft eru þær auðveldar hverj-
um þeim, sem ljær málinu eyra. í upplestri ljóða gegna
þær miklu hlutverki, því að hrynjandin er í því fólgin, að
létt atkvæði og þung skiptist á. En nrjög oft er ljóðum
misboðið með tilbreytingarlausum áherzlum á ljóðstöfum
og rími og blæbrigðalausu hljómfalli. Taka verður tillit
til hvors tveggja, efnis og forms.
Meðan börnin eru að læra að stauta, má ekki gera mikl-
ar kröfur um áherzlur og hljómfall. En á því tímabili venj-
ast börnin oft á að lesa án nokkurs tillits til þessara atriða.
Við barnapróf má einatt heyra hraðlæs börn þeysa yfir
lesmálið, kyrjandi sama sóninn á öllum setningum. Slíkt
lestrarlag er víðs fjarri mæltu máli og rænir textann öllu
lífi. Þetta ber hirðuleysi skólanna um vandaðan lestur
ófagurt vitni.
Lestrarlagið þarf að fága, strax og börnin hafa náð nokk-
urri lestrarleikni. Raunar ætti upplestur kennarans að
rniða að því að koma í veg l'yrir þetta þegar í byrjun. Ann-
ars hygg ég, að talmálið sé nærtækasta og eðlilegasta fyrir-
myndin. Hér sem víðar skiptir mestu máli, að börnin Ijái
því eyra, hvernig málið er notað. í venjulegu máli hækka
tónar málsins og hníga eftir áherzlum og merkingu orða
eða setninga, augnablikstilfinningu þess, sem talar. Þetta
verður ekki kennt eltir reglum, heldur skyldi nemendum
bent á hina fjölbreytilegu merkingu og hugblæ heilla máls-
greina eða einstakra orða, sem gefa má til kynna með mis-
munandi blæbrigðum raddarinnar. Danir benda á orðið
nei í samnefndu leikriti Heibergs sem glöggt dæmi þess, hve
eitt smáorð getur fengið margvíslegan blæ og merkingu með
mismunandi tónbrigðum. Þá rná geta þess, að beinar spurn-
arsetningar eru venjulega bornar fram með stígandi tóni,