Menntamál - 01.08.1965, Page 57
MENNTAMÁL
167
að málefni verður að skoða frá ýmsum sjónarmiðum. í bók-
menntum eiga þeir m. a. að gera sér grein fyrir hinu iær-
dómsríka.
Hér að framan var lögð áherzla á, að kennarar þyrftu að
fylgjast með frjálsum lestri nemenda og hafa ýmis afskipti
af honum. Eftirlit kennarans má þó ekki verða þvingandi,
en á því er nokkur hætta, ef því er eigi í hóf stillt. Hafa
þarf í huga, að þessi þáttur námsins á umfram allt að örva
Iestraráhugann, og liingun barnsins til að vinna sjálfstætt
má ekki lama með of miklum afskiptum eða smámunasemi.
En sanngjarna og hóflega stjórnsemi kunna llestir nemend-
ur að meta, og ef þeir finna, að kennarinn fylgist með við-
leitni þeirra af áhuga, mun mörgum þeirra kærkomið, að
hann sjái árangurinn.
Eins og áður var getið, er hið frjálsa lestrarnám fyrst og
fremst háð bókakosti skólanna. Ef skólinn á að gegna hlut-
verki sínu sem uppeldisstofnun, má ekki velja börnunum
bækur af handahófi. En hér er urn svo umfangsmikið lesefni
að ræða, að ekki verður með sanngirni til þess ætlazt, að
kennarar almennl kynni sér Jsað að því marki, að þeim verði
í öllum tilvikum ljóst, hvað hæfir hverjum og einum nem-
anda. Hins vegar mætti fela sérstökum mönnum með þekk-
ingu á uppeldisfræði og bókmenntum að kanna það lesefni,
sem gefið hefur verið út fyrir börn og unglinga, ásamt þeim
bókum öðrum, sem nemendum á þessu stigi eru hollar og
fræðandi. Eltir slíka könnun gætu þeir mælt mcð þeim bók-
um, sem þeir teldu æskilegastar og nauðsynlegastar í hverju
sk(')la- og bekkjarbókasafni. Greinargerð um ]>ctta ætti að
vera í hverjum skóla. Síðan ættu bókaforlögin að kapp-
kosta að hafa jafnan þær bækur á boðstólum, sem skólarnir
óska eftir. Nýjar bækur þarf sífellt að meta á sarna liátt.
Fratnburður.
E£ litið er yfir sögu íslenzkrar tungu, er fljótt auðsætt,
að framburðurinn hefur tekið miklu meiri breytingum en