Menntamál - 01.08.1965, Síða 58
168
MENNTAMÁL
aðrir þættir hennar. Af þeirri staðreynd má hiklaust draga
þá ályktun, að framburðurinn þarfnist stuðnings og að-
halds, fremur en t. d. beygingarkerfi, orðafar og stafsetning,
nema því aðeins að mönnum sýnist, að einu megi gilda,
hvert hann ber í straumi tímans. Hverjum dómbærum
manni á þessu sviði hlýtur þó að vera ljóst, að mælt mál er
grundvöllur tungunnar og breytingar þess því grundvallar-
breytingar. Ritmálið er af því sprottið og hlýtur sífellt að
laga sig eftir því að meira eða minna leyti. Annars er hætt
við, að bil framburðar og stafsetningar verði meira en svo,
að ritmálinu verði haldið á réttum kili, miðað við uppruna
eða eldri venjur.
Breytingar á stafsetningu eru alltaf gerðar að yfirlögðu
ráði, eftir vandlega íhugun skynbærra manna. í menningar-
þjóðfélögum eru slíkar breytingar síðan gerðar algildar
með því að taka þær upp í skólum, bókum og blöðum. Rit-
málið er þannig í vörzlu menntamanna.
Um framburðinn gegnir allt öðru máli. Hann er í vörzlu
almennings. Framburðarbreytingar hafa alltaf ákvarðazt af
ónákvæmni í hugsunarlítilli málnotkun fjöldans, og virðist
tilviljun ein jafnan hafa ráðið, hvort þær urðu til heilla eða
tjóns. Til ófarnaðar verður að telja, er hljóð eða hljóða-
sambönd hverfa úr málinu, en slíkt hefur gerzt, eins og
kunnugt er, og er að gerast. Framburðarbreytingar fara svo
hægt, að hver kynslóð verður þeirra varla vör, en með fram-
burðarrannsóknum öðru hverju má jafnan sjá, hvert stefnir.
Er hverri kynslóð því í rauninni vandalaust að vera á verði
og gæta þess, að framburðurinn spillist ekki. En þá verða
skólar og aðrar menntastofnanir að taka framburðarmálin
föstum tiikum.
Einn versti annmarki daglegs rnáls er þvoglulegur fram-
burður. Myndun hinna einstöku hljóða er oft ákaflega
slöpp, og mörg hljóð falla einatt alveg niður. Ber einkum á
þessu í áherzlulausum atkvæðum, t. d. endingum. í annan
stað eru orðaskil óljós, svo að jafnvel heilar setningar hljóma