Menntamál - 01.08.1965, Síða 61
MENNTAMÁL
171
oft ber keim af tvíhljóði. Þegar til ritunar kemur, liætt-
ir mönnum auðvitað til að skipta um stafi. Flámælið er með
ýmsum hætti. Aðallega nær það til fyrrgreindra hljóða, þeg-
ar þau ern löng. Flestir þeir, sem gera i að e (eða því sem
næst) í orðum eins og viður, munu ylirleitt bera sögnina að
jinna fram með réttu i-hljóði, af því að i er þar stutt, og
þeir, scm færa u í átt til ö, t. d. í duga, bera sögnina að hugsa
fram með réttu u-hljóði, af siimu ástæðu. Sumir eru aðeins
flámæltir á einu hinna fjögurra hljóða, sem hér um ræðir.
Samkvæmt rannsóknum lljörns Guðfinnssonar var flámæli
á i langalgengast, en margir þeirra, sem þannig voru flá-
mæltir, báru u einnig fram of opið, svo að það nálgaðist ö.
Hjá öðrum höfðu hljóðin e og u hins vegar of lítið opnu-
stig, svo að þau nálguðust i. og u. Kom hljóðvillan þá fram
í orðum eins og melur, sem líktist þá mjög orðmyndinni
mylur, og í annan stað hI jómaði orðið flög líkt og flug. Hj;í
sumum kom flámæli lyrir á öllum áðurnefndum hljóðum.
Loks má geta þess, að hjá nokkrum börnum varð vart flá-
mælis á stuttu hljóðunum i, e, u og ö, og voru þau þá nær
undantekningarlaust flámælt á löngu hljóðunum líka.
Um uppruna eða aldur flámælis er margt á huldu. Fkki
munu liafa fundizt örugg dæmi þess í rituðu máli eða ljóð-
um eldri en frá síðustu öld. Mállræðingar gera þó ráð fyrir,
að jrað sé miklu eldra. Fyrir tæpum aldarfjórðungi kannaði
Björn Guðfinnsson útbreiðslu j)ess, er hann hljóðkannaði
börn á aldrinum 10—14 ára í öllum landshlutum. Reyndist
flámælið ])á vera aðallega á þremur stórum svæðum: Austur-
landi, Suðvesturlandi og Húnavatnssýslu. Að sjálfsögðu
hafði aðeins nokkur hluti barnanna á þessum svæðum flá-
mælisframburð, og jæss varð t. d. ekki vart í sumurn hrepp-
um Húnavatnssýslna. í ýmsum öðrum landshlutum bar
einnig nokkuð á flámæli, en tvö svæði voru nokkurn veg-
inn laus við það, annars vegar Vestfjarðakjálkinn allur auk
norðurhluta Dalasýslu og vestasta hrepps Vestur-Húnavatns-
sýsln, en hins vegar Vestur-Skaftafellssýsla og lylgdu henni