Menntamál - 01.08.1965, Page 62
172
MENNTAMAL
að þessu leyti austustu hreppar Rangárvallasýslu og Öræfi
í Austur-Skaftafellssýs.lu.
Um þróun flámælisins á þessum tima segir Björn, að það
sé víðast hvar mjög í sókn, svo að ekki geti langur tími liðið,
unz það útrými réttmælisframburði, verði málið látið þró-
ast án íhlutunar. Kennslu réttmælisframburðar telur hann
ákaflega vandasama „og ekki á færi annarra en þeirra, sem
kunna mjög glögg skil á myndun hljóða í nútíðarmálinu og
liafa góða og þjálfaða h! jóðheyrn." ’)
Með kennslu sinni og ritum vakti Björn Guðfinnsson at-
hygli og áhuga kennarastéttarinnar á framburðarmálunum,
og mun t. d. mörgum hafa orðið Ijósara en áður, hve leið-
rétting framburðar hefur oft og einatt miklu varanlegra
gildi en leiðrétting stafsetningar. Víða hefur |rví verið unn-
ið í skólum að útrýmingu flámælis, enda þótt fæstir kenn-
arar hafi liaft þá ktinnáttu, sem hann taldi nauðsynlega, og
gætu því ckki beitt fullkominni kennslutækni. Rannsókn á
útbreiðslu flámælis hefur ekki larið fram síðan laust eftir
1940, en almennt eru kennarar á einu máli um, að úr |>ví
hafi dregið til mikilla muna hjá ungu fólki víðast hvar. Eg
liygg, að glögg þáttaskil kæmu í Ijós, ef nú væri kannaður
framburður roskins fólks annars vegar og barna hins vegar.
Þessi reynsla er bæði merkileg og lærdómsrík. Hún sýnir
í fyrsta lagi, hve ómetanlegt það er, að kennurum og al-
menningi sé vísað til vegar á þessu sviði, en í annan stað
gefur hún vísbendingu um, hve mikils má raunar vænta af
starfi skólanna til viðreisnar framburði. Menn hafa að von-
um óttazt jrá örðugleika, sem við er að etja, er börnin heyra
annan framburð í heimahúsum en þann, sem kenndur er í
skólanum. í öðru lagi hafa málfræðingar einatt varað kenn-
ara við að fást við framburðarkennslu, nema þeir hefðu sér-
jjekkingtt á Jjví sviði. Úr þessu hvoru tveggja má gera of
mikið, jjótt vitaskuld verði ekki framhjá Jjví gengið. Stað-
1) Sjá Breytingar á fraraburði og stafsetningu, Rvfk 1947, IjIs. 27.