Menntamál - 01.08.1965, Side 63
MENNTAMÁL
173
reynd er það, að skólarnir annast uppeldið í sívaxandi mæli,
og' er því sízt að undra, þótt áhrif þeirra fari vaxandi, og
grundvcillur íramburðarkennslunnar er, að börnin fái að
heyra þar réttan framburð og fagran. En til skólanna verður
að gera miklar kröfur, og það verða kennarar að muna, að
flámælið er hvergi nærri útdautt eun. Betur má, ef duga
skal. Samkvæmt núgildandi námsskrá er kennurum skylt að
viuna að útrýmingu þess.
Linmœli. Sumir segja taþa, lá/a, sæ/cja, a/ca, lí/rar, skrc'iÁva,
lepja, en aðrir ta/;a, lát/a, sæ-gja, a-ga, líc/rar, skrcigva, lehja.
Fyrrnefndi framburðurinn er kallaður harðmæli eða harður
framburður, en hinn síðarnefndi linmæli eða linur fram-
burður. Munurinn kemur fram, þar sem p, t eða k standa á
milli sérhljóða eða milli sérhljciðs og v, r eða j. Einnig á
hann sér stað, þar sent orð enda á p, t eða k, ef sérhljóði er
næst á undan. í þessum tilvikum ler langt sérhljóð á undan
lokhljóðunum.
Þessi munur er í því fólginn, að í harðmælisframburði eru
p, t og k borin fram sem fráblásin harðhljóð, en í linmælis-
framburði tíðast sem órcidduð linhljóð. Stundum koma þc>
einnig fyrir ófráblásin harðhljóð og drjúgrcidduð linhljóð.
Harðmælið er upprunalegra en linmælið, enda hefur
stafsetningin verið sniðin eftir því. Um miðja 1S. öld finn-
ast dæmi þess, að ritað sé b, d og g í stað p, I og k, og verður
þeirrar breytingar fyrst vart sunnanlands. Nú hefur linmæl-
ið lagt undir sig allt Suður- og Vesturland og sækir að Norð-
urlandi tveim megin. Aðalsvæði harðmælisins er um austur-
hluta Norðurlands.
Af þessu er auðsætt, að breytingin hefur farið tiltölnlega
hægt, svo að hver kynslóð hefur lítið vitað af henui. Hún
verður með þeinr hætti, að fráblásturinn linast og hverfur
smám saman. Síðan slappast munnlokunin, svo að úr verður
linhljóð. Eru þau þá að sjálfsögðu órödduð, eins og harð-
hljóðin voru. Þegar Björn Guðfinnsson fór rannsóknarferð-
ir sínar, var linmælisframburðurinn yfirleitt á því stigi. Á