Menntamál - 01.08.1965, Qupperneq 64
174
MENNTAMÁL
Suðurlandi varð hann þess þó víða var, að hljóðin voru
orðin drjúgrödduð, þ. e. rödduð meira en að hálfu. Sýnir
þetta, í hvaða átt þróunin stefnir. Má vænta þess, að rödd-
unarinnar gæti mun meira nú — el'tir nærri aldarfjórðung
Munurinn ;i órödduðu og drjúgriidduðu lokldjóði er svo
lítill, að fólk ;i (irðugt með að greina hann, nema það hafi
þjálfaða hljóðheyrn. Þegar svo er ástatt, geta málbreytingar
orðið, án jæss að fólk gefi Jieim gaum.
F.n ættmn við að gera ráð fyrir, að áðurnefndum lok-
hljóðabreytingum yrði Iokið, jiegar svo verður komið, að
allir landsmenn bera fram riidduð linhljóð, jaar sem nú er
ritað p, l, k, á eftir h'ingu sérhljóði? Engar líkur eru á j)ví,
heldur hinu, að þróunin haldi enn álrain og linu lokhljóð-
in riidduðu breytist í öngldjóð. Á jætta liafa málfræðingar
þegar bent, enda er jæssi Jaróun kunn úr öðrum málum, t. d.
dönsku. Síðastliðinn vetur varð ég stöku sinnum var við
slíka önghljóðsmyndun í tali reykvískra barna. Virtist mér
hún einkum í j>ví fólgin, að / breyttist í ð: láta var ]>;i borið
fram láða. Sama hætta er á, að k verði að g, og heyrist Jxi
ekki munur á orðum eins og loka og loga, saka og saga, vikja
og vígja, mikið og migið.
Ekki þarf að fara mörgum orðum um, hve örlagaríkar
jjessar breytingar gætu orðið. Framburðarmunur margra
orða ólíkrar merkingar hyrfi líkt og átti sér stað, þegar y-ý-
hljóðin týndust úr málinu á lö. og 17. iild. Ruglingurinn
mundi gera málið miklu lakara og ófullkomnara til tján-
ingar, og bæta Jayrfti við nýjum stafsetningarreglum, svo
að l’ólki yrði kleift að rita samkvæmt uppruna!
Hér að framan vék ég að breytingu jreirri, sem virðist
hafa orðið á þróun flámælisins. Forsenda jæirrar jiróunar
var ábyrg afstaða gagnvart þeirri breytingu, sem virtist yfir-
vofandi. Stjórn fræðslumála, skólar og almenningsálit hafa
lag/.t á eitt um að útrýma flámæli. Gagnvart linmælinu virð-
ist alstaðan miklu óákveðnari, og má í því efni greina a. m. k.
tvær orsakir. Fyrst og fremst er linmælið miklu útbreiddara