Menntamál - 01.08.1965, Page 65
MENNTAMÁL
175
en flámælið, en í annan stað þykir mörgnm sem breytingin
sé veigaminni, af því að þeim er þróunin ekki ljós. Fæstir
vita, á hvílíkum refilstigum þeir raunar eru með þennan
framburð sinn.
í núgildandi námsskrá er mælt með kennslu harðmælis-
framburðar. Hafa því kennarar livar sem er ;í landinu heim-
ild til að vinna gegn útbreiðslu og þróun linmælis. í Kenn-
araskólanum hefur harðmæli verið kennt um nokkurra ára
skeið í sambandi við hljóðfræði, sem er undirstöðugrein
lyrir framburðarkennslu. Með aukinni aðsókn að kennara-
námi stækkar óðum sá hópur kennara, sem nokkra tilsögn
hefur idotið um þau atriði, sem verndun lramburðar skipt-
ir mestu máli. Sttirf þeirra ;i sviði framburðarmálanna
munu, er tímar liða, hafa úrslitaþýðingu.
Nokkur reynsla hefur þegar fengi/t af kennslu harðmælis-
framburðar í barnaskólum. Síðan Björn heitinn Guðfinns-
son liélt framburðarnámskeið lyrir kennara veturinn 1045
—4(i hafa a. m. k. nokkrir áhugasamir kennarar reynt að
lierða framburð barna í Reykjavík. Veit ég, að ýmsum þeirra
hefur orðið vel ágengt án þess, að miklum tíma þyrfti að
verja til þess. Síðastliðinn vetur byrjaði ég harðmælis-
kennslu í allmörgum deildum nokkurra skóla í Reykjavík
og nágrenni. Reyndi ég jafnframt að leiðbeina kennurum,
svo að þeim yrði auðveldara að halda ælingunum áfram.
Gekk börnunum yfirleitt mjög greiðlega að hafa harðmælis-
framburðinn rétt eftir og gæta hans í lestri. Regluna um.
hvar harðmæli eigi að vera, læra Jrau fyrirhafnarlítið, og
lítil eða engin hætta virðist mér á, að æfingar í harðmælis-
framburði leiði til óeðlilegs framburðar. Fái börnin nægi-
lega æfingu, komast þau flest — eða öll — eitthvað áleiðis.
Fyrst og fremst verður Jreim ljós munur harðmælis og lin-
mælis, og Jrað er mikilvægt til að koma í veg fyrir hleypi-
dóma og rangar hugmyndir um harðmælið. 1 lef ég oft orð-
ið Jress var, að börnum j)ykir harðmælið fegurra, er Jrau hafa
einu sinni léð j)ví eyra. Að sjálfsögðu er stigsmunur á að