Menntamál - 01.08.1965, Side 73
MENNTAMÁL
183
Þá er komið að 5. atriði, leiðréttingu málvillna. Þessu
viðfangseini gerðu margir allgóð skil, og sumir leystu það
íullkomlega rétt. Vekur þetta von um, að jatnvel slökum
námsmönnum megi kenna talsvert í réttri málnotkun, og
eru raunar allar líkur á, að slíkar æfingar ættu að vera
miklu meira viðfangsefni í kennslunni en verið hefur til
þessa. Sumar þessar úrlausnir gefa til kynna, að nemendur
skortir æfingu í meðferð málsins. Má ráða það af því, að
þcir gera beygingarfræðinni allgóð skil, en láist að leið-
rétta rangar beygingar, er þær koma tyrir. Þá skortir mál-
tilfinningu, og þeir virðast ckki vita, til hvers þeir eigi að
nota málfræðiþekkinguna.
í tilefni af leiðréttingunum vaknar sú spurning, hvort
þeir, sem virðast færir um að leiðrétta málvillur í skriflegu
verkefni, muni beita hinu rétta í daglegu tali sínu. Það
er engan veginn víst. Hér vissu nemendur, að málvillur
voru, auk þess höfðu þeir nægan tírna til umlnigsunar. Við
notkun talmálsins er aðstaðan < >11 cinnur, svo að rétt með-
lerð þess krefst miklu meiri þjálfunar. Nái menn ekki að
beita málinu rétt, er hætt við, að reglurnar gleymist. En
með skriflegum prófum er ekki unnt að kanna, hvernig
málið liggur nemendum á tungu. Því eru þau alls ófull-
nægjandi.
Þá skal vikið að könnunarprófinu í bragfræði. Samkvæmt
núgildandi námsskrá eiga nemendur I. bekkjar að læra að
þckkja helztu einkenni íslenzks kveðskapar (Ijóðstafi og
rím), og í 2. bekk á að leitast við að auka áður fengna brag-
þekkingu. Hefur Ijóðstafasetning verið tekin til unglinga-
prófs í allmörg ár með sæmilegnm árangri. Markmið lnag-
Iræðináms er að kynna fólki lögmál braglistarinnar og þjálfa
bragheyrn þess, svo að því lærist að greina hrynjandi bund-
ins máls. Nægir því ekki að kenna reglurnar einar á bók,
heldur þurl'a nemendur einnig að geta heyrt, hvort rétt er
kveðið, fá brageyra sem kallað er. Það má ekki hverfa úr
íslenzkri alþýðumenningu. Með þetta í huga var verkefninu