Menntamál - 01.08.1965, Page 79
MENNTAMÁL
18!)
Frá norræna
skólamótinu. 96^'°
Á norrœna skólamótinu var fluttur fjöldi innihaldsrikra
erinda um margvisleg efni, sem ofarlega eru á baugi meðal
skólamanna i pátttökulöndunum. Svo forvitnileg voru er-
indi þessi, þeim sem við uþpeldismál fást, að MENNTA-
MÁLUM þykir hlýða að reyna að gefa lesendum sinum
nokkra húgmynd um innihald þeirra.
Hér mun nú birtur útdráttur úr 11 erindanna og sagt
frá öðrum hringborðsumræðufundinum, en i nœsta hefti
verður leitast við að gera öðrum erindum mótsins skil, m. a.
verður þá birt i heild hið frábeera erindi Gro-Nielsens kenn-
araskólastjóra frá Danmörku um breytingu í myndugleika-
aðstöðu kennarans.
Dr. Matthías Jónasson þrófessor:
Dreifing greindar í þjóðfélagi og skóla.
Þróun menningarinnar krefst þess, að fjöldi fólks fái æðri
menntun, enda telur siðað þjóðfélag sér skylt að láta hana
í té, ekki aðeins fámennri yfirstétt, heldur öllum þeim,
sem liafa löngun og getu til að tileinka sér hana. Það er
ekki einkamál manna, hvort góðar gáfur fá að þroskast við
nám og hagnýtast í starfi, heldur bláköld þjóðfélagsleg nauð-
syn, sagði ræðumaður. Hann greindi síðan frá nokkrum nið-
urstöðum rannsókna sinna á dreifingu greindarinnar meðal
þjóðfélagsstéttanna á íslandi, og kom þar m. a. fram, að mis-
munur á greind barna, sem feður áttu í sex flokkum starfs-
stétta af sjö, var ótrúlega lítill, aðeins einn hópurinn og sá
minnsti, börn embættismanna og sérfræðinga, skar sig nokk-
uð úr að ofanverðu. Telpur höfðu að jafnaði hærri greind-