Menntamál - 01.08.1965, Side 80
100
MENNTAMÁL
arvísitölu en clrengir fram að sex ára aldri, en þá tóku
drengirnir forystuna og voru hærri úr því. Ræðumaður fór
nú nokkrum orðum um gerð hins íslenzka þjóðfélags með
jöfnuði þess og frjálslyndi og lítt mótaðri stéttaskiptingu, en
vék síðan að samanburði á greind 1875 barna og árangri
þeirra á þrem skólaprólum; barnaprófi unglingaprófi og
landsprófi. bar kom m. a. eftirfarandi Iram: Við barna- og
unglingapróf skila stúlkur yfirleitt betri árangri en drengir.
Skiptingin er jjó þannig, að stúlkurnar ná betri árangri í
tungumálum, en piltarnir hal'a liins vegar yfirburði í stærð-
fræði og skyldum greinum. Þegar námsefnið þyngist eftir lok
skyldunámsins, kemur enn betur í Ijós, hve mismunandi
nokkrar námsgreinar hæfa kynjunum. Athyglisvert er það,
að drengir ná undantekningarlaust betri árangri við lands-
próf en stúlkur á sama greindarstigi. Mismunur er Jtó ekki
mikill. Aðeins fáir nemendur með I.K. undir meðallagi
reyna við landspróf (5,(i% af próftökum) og (>()% falla. Hins
vegar reyna við landsprólið ntargir nemendur með meðal-
greind (I.K. 05—104) eða 14% af próftökum, og falla 50%
af þeim. k'.kki er þó svo að skilja, að aðeins lalli á landsprófi
nemendur með lága greindarvísitölu. Fyrir kemur, að nem-
endur með afburðagreind (I.K. 135 eða þar ylir) lalla. Þar
er ugglaust léttúð og ástundunarleysi með í spilinu og e.t.v.
fleiri orsakir. Börn erfiðismanna eru tæplega helmingur
landsprófsnemenda (46%) eða næstum eins mörg og börn
verzlunar- og skrifstofufólks, embættismanna og sérfræðinga
til samans, og þau standa sig engu síður. Taldi prófessorinn
jjetta ánægjulegan vott um hina miklu tilfærslu milli stétta
hér á landi. Væri Jsessi heilbrigða hringrás greindarþroskans
einkenni frjálslynds þjóðfélags og stuðlaði að varðveizlu
írjálslyndis jress.
Ræðumaður lullyrti, að' nægilegur gálnaforði væri til
staðar hjá íslenzkum æskulýð, þótt Ijöldi stúdenta ykist
verulega. Mistök í uppeldi og kennslu yllu því, að stór hópur
unglinga hætti skólanámi. Orsökin væri l'yrst og fremst sú,