Menntamál - 01.08.1965, Síða 84
194
MENNTAMÁL
myndlist eru hliðargreinar. I>essi bekkjarkennaramenntun
spannar fyrstu 7 ár skólans (frá 7—14 ára aldurs). Auk þessa
kemur til uppeldisfræðileg sérhæfing: hver nemandi skal
velja sitt sérsvið: a) kennslu yngri barna, b) kennslu eldri
barna, c) hjálparkennslu (lestregra og tornæmra). Hér við
Inetist enn linjeuddannelsen, sem er með þeim hætti, að
nemendur taka sérstaklega fyrir 2 námsgreinar (velja má
úr öllum námsgreinum) með kennslu á öllum stigum skól-
ans fyrir augum, þ. e.a. s. einnig í 3 efstu bekkjunum (8,—
10. bekk).
Hingað til hefur kennaramenntunin verið tvískipt: ‘?ja
ára nám fyrir stúdenta og 4ra ára (stundum lengra) nám fyr-
ir aðra en stúdenta. f>að síðarnefnda er yfirleitt byggt á
gagnfræðaprófi eða hliðstæðri kunnáttu. Nú er gert ráð
fyrir, að allir nemi saman, og verður þá komið á lót undir-
búningsdeildum fyrir þá, sem ekki hafa stúdentsmenntun,
þar sem jreim verður kennt nægilega mikið í nauðsynlegum
námsgreinum, svo að þeir geti numið með stúdentunum.
F.kki er þó enn ákveðið í einstökum atriðum, hvernig þessu
verður háttað. (Talað er um 2ja ára undirbúningsnám.)
Tnntökukröfur í kennaraskólana verða því skv. frv.
auknar og námið þyngt að mun. Meiri áherzla verður lögð á
uppeldisfræðina og kennslufræðina, en jafnframt verður
námið gert meira aðlaðandi með breyttri kennslutilhögun.
Námstími lengist í %]/>—4 ár eftir vali nemenda sjálfra.
Ræðumaðnr gat þess, að til þessa hefði verið til staðar smá-
barnakennaramenntun, en hlutur hennar hefði verið hverf-
andi lítill. Ekki er minnzt á hana í frumvarpinu, og var á
ræðumanni að heyra, að hún mundi fá hægt andlát og hverfa
hljóðalaust í gröfina.
FINNLAND:
Dr. Urhn Somerkivi, deildarstjóri frá Finnlandi, sagði,
að skólakerfi Finnlands væri tvískipt. Eftir 4. skólaárið