Menntamál - 01.08.1965, Side 85
MENNTAMÁL
195
greinist það í tvennt; önnur leiðin er framhald barnaskól-
ans í 2 ár og síðan 2ja ;ira unglinganám í medborgarskolan,
en hin leiðin er laroverk línan með 5 ára námi í gagnfræða-
deild menntaskóla og -Ija ára námi í menntaskóla. Seinni
leiðin er vinsælli, en til þess að komast í lároverk þurfa
nemendur að ganga undir inntökupróf. Yfir 60% hvers
árgangs reynir það og u. þ. b. 50% falla. Ekki eru þó
tekin inn nenra 45% og er það sakir húsnæðisskorts, en smátt
og smátt mun rætast úr því. Flestir lároverkskolar eru einka-
skólar. í miðskólana fara nú þrisvar sinnum fleiri nemendur
en fyrir 20 árum.
Samkvæmt fræðslulögunum frá 1958 er barnaskólinn 6
ára skóli, en síðan tekur við 2ja ára unglingaskóli. Með lög-
um frá 1963 fengu sveitarfélögin heimild til að bæta 9.
skólaárinu við, og hefur fimmtungur þeirra notfært sér það.
Á síðasta ári var aukin kennsla í tungumálum í barnaskólun-
um, sérstaklega ensku, og tekin upp kennsla í sænsku fyrir
finnskumælandi og finnska lyrir sænskumælandi Finna.
Iðnskólum hefur vaxið fiskur um hrygg, og voru í þeim
helmingi fleiri nemendur á s. 1. skólaári en árið 1960.
Aðalumræðuefni skólamanna að undanförnu hefur verið
endurskipulagning skólakerfisins. Árið 1959 lagði skol-
programkomitéen fram álit sitt, og var þar lagt til að tekið
yrði upp samfellt skólakerfi (enhetsskole). Miklar umræður
urðu um þetta, og kom andstaðan aðallega frá einkaskólun-
um, sem gert var ráð fyrir, að yrðu lagðir niður. Allir eru
þó sammála um, að hverju barni beri réttur til skólagöngu
í samræmi við hæfileika sína án tillits til fjárhags eða bú-
setu.
Árið 1963 ákvað þingið, að horfið skyldi að samfelldum
skóla, og er nú starfandi nefnd skólamanna til að semja
frumvarp, sem að þessu lýtur, og mun hún skila áliti sínu
á næstunni. Breytingin hefur einnig verið nndirbúin með
víðtækum tilraunum í skólunum. Þessar tilraunir hafa stað-
ið fiá árinu 1960 og eru nú gerðar í 40 sveitarfélögum.