Menntamál - 01.08.1965, Page 86
MENNTAMÁL
196
Kennarahörgullinn í Finnlandi er í rénum. í barnaskól-
uni hefur þegar rætzt úr kennaraskortinum, og í framhalds-
skólum hefur ástandið batnað verulega.
í hinni nýju fræðsluskipan mun nám kennara lítið breyt-
ast, en breytingar verða hins vegar á framhaldsnámi kenn-
ara. Tveir þriðju hlutar barnakennara eru nú menntaðir
á grundvelli stúdentsprófs.
ÍSLAND:
Helgi Eliasson Iræðslumálastjóri, lýsti skólakerfinu ís-
lenzka með nokkrum orðmn, en gerði síðan grein lyrir
nýjungum síðustu ára. Hann ræddi m. a. um nýju lögin um
kennaraskólann, tækniskólann, lög mn iðnnám og störf
námsskrárnefndanna. Ilelgi sagði, að auknar kröfur nú-
tímans um fleira og betur tæknimenntað fólk á svo til öll-
um sviðum setti mark sitt á íslenzka skólann og starf hans.
Við vitum, að það kostar miklar breytingar á hinum gamla
skóla, hefðbundnum kennsluaðferðum, byggingum og út-
búnaði o. s. frv., en við verðum að mæta kröfum tímans, ef
okkur á ekki að daga uppi.
En til þess að taka ekki allar nýjungar góðar og gildar,
verðum við að hefjast handa um vfsindalegar skólarannsókn-
ir, m. a. með tilliti til rannsókna á skólabyggingum og út-
búnaði þeirra, kennslugögnum, námsefni, kennsluaðferð-
um o. s. frv. En þótt ég sé eindregið þeirrar skoðunar, að við
eigum að hal'a vakandi auga á öllum nýjungtim og reyna
þær, þá vil ég fyrir engan mun fleygja hinu gamla og góða,
fyrr en sýnt er, að hið nýja sé a. m. k. jafn gott, sagði fræðslu-
málastjóri að lokum.
NOREGUR:
Tönnes Sirevág ekspeditionschef gerði grein fyrir níu ára
einingarskólanum norska. Hann sagði, að u. ]t. b. 170 sveit-
arfélög af 466 mundu taka upp hina nýju skipan á næsta