Menntamál - 01.08.1965, Qupperneq 96
MENNTAMÁL
206
námsgreinum, aðallega tungumálum, að sú klásúlá laganna,
að uppeldisfræði skuli vera aðalfag skólans, hljómaði næst-
um eins og fyndni. Þetta er sá skattur, sem við greiðum til
að lialda sambandi við nágrannana, sagði Broddi glettnis-
lega. Breyting kennaraskólans a. n. I. í menntaskóla er um-
deild endurbót, sem á þó sínar gildu sögulegu rætur. Þessi
skipan er erfið í framkvæmd, en hún hefur í ríkara mæli
en nokkur önnur ástæða átt þátt í hinni stórauknu aðsókn
að skólanum, — og luin hefur einnig bætt menntunarstig
nemendanna. Hvernigsem málin þróast í framtíðinni, mun
þetta reynast kennarastéttinni í hag, sagði Broddi að lokum.
Jolin Hankás, kennaraskólastjóri frá Noregi, bætti litlu
rið það, sem áður var frant komið í erindi Helge Sivertsen,
menntamálaráðherra Noregs. Þó varð það hert af máli Hauk-
ás að ágreiningur ríkir milli fræðsluyfirvalda annars vegar
og kennarasamtakanna hins vegar um stefnuna varðandi
kennaramenntunina. Kennarasamtökin virðast vilja byggja
meira á kennaraskólunum en nú er gert og eru hrædd við
sérhæfinguna, sem gætir mjög í nýju lögunum. Að þessu
leyti virðast þau hallast meira að dönsku línunni en þeirri
sænsku. Það kom fram hjá Haukás, að erfitt væri að hafa tvær
línur í kennaraskólunum: stúdenta og ekki stúdenta. Enn
fremnr, að lakari nemendur kæmu í skólana án stúdents-
prófs, meðal þeirra væru margir, sem ekki sta'ðu sig í öðrum
framhaldsskól um.
Ingrid Lundin, umboðsmaður frá Svíþjóð, kvaðst aðeins
vilja bæta því við frásögn sína daginn áður, að menntun
specialkennara í Svíþjóð færi fram, eftir að viðkomandi hafa
haft tækifæri til að starfa rtokkur ár að kennslu. Menntun-
in, sem er eitt ár, er að mestu sameiginleg fyrir kennara allra
flokka afbrigðilegra barna.
Viðmælendur voru allir sammála unt það, að innan
skamms yrði <">] 1 kennaramenntun byggð á stúdentsprófi,
eins og orðið er í Svíþjóð og þróunin stefnir að í hinum
löndun um.