Menntamál - 01.08.1965, Síða 98
20,S
MENNTAMÁL
arerfð og andlegt líf hafa sótt næringu sína í þessa félags-
kennd, sem heimilið skóp — og þá ekki hvað sí/.t fyrir til-
verknað liinnar gömlu heimilisarfleifðar — kvöldvökunnar“,
sagði Magnús Gíslason að lokum.
Olof Storm, frœðslustjóri, Sviþjóð:
Hjálpargögn við einslaklingsbundna kennslu.
Það er eðlilegt, að rætt sé um hjálpargögn í sambandi við
endurbætur á skólakerfinu, sagði Olof Storm. F.f ekki kæmu
til hjálpargögn, sumpart þau, sem við þekkjum nú þegar, og
sumpart alveg ný, væru hinar nýju hugmyndir um kennslu-
hætti varla framkvæmanlegar. I liit er svo annað mál, að ekki
má hafa oftrú á hjálpargögnum, eins og sumum hættir til.
Hjá Ipargxignin útaf fyrir sig leysa engan vanda, hvorki upp-
eldis- né kennslulræðilegan. Þau eru aðeins verkfæri, sem
gera kleift að hagnýta hina nýju kennslutækni, ef kennarnr
kunna að notfeera sér þau. Það verður ekki lagt á vald neins
konar hjálpargagns að búa nemendum hagkvæmar námsað-
stæður. Kennarinn verður alltaf að hafa pædagogiska stjórn
og skipulagningu á hendi, og það hlutverk er ekki hægt að
eftirláta kennsulvél af neinu tagi.
Á markaðnum er nú ógrynni hjálpargagna, og jafnvel í
skólunum, þar sem kennararnir kvarta undan skorti á þeim,
eru kannske til ágæt hjálpargögn, en kennararnir nota þau
ekki, af því að þeir ktinna ekki með þau að fara. Vandinn
er sem sé sá, að læra að hagnýta sér hjálpargögn við hinar
mismunandi kennsluaðstæður, til að skapa nemendunum
þau námsskilyrði, sem kennarinn óskar eftir. Og í þessu til-
liti gildir það sama um allar gerðir hjálpargagna, það skiptir
ekki máli, hvort um er að ræða töfluna, programeraða
kennsluvél eða sproglaboratorium, höfuðatriðið er, að hin
ýmsu hjálpargögn séu notuð á réttan hátt og á réttum tíma.
í Svíþjóð er framleiðsla hjálpargagna í höndum einstakl-